Súkkulaði og karamellu brownies



a524

Þessar dásamlegu brownies hreinlega bráðna í munni og eru einfaldlega eins góðar og allt sem gott er. Hvernig geta annars mörg lög af súkkulaði, hnetum og karamellu klikkað 🙂

¾ bolli mjúkt smjör

1 bolli sykur

3 egg

2 tsk vanilludropar

¾ bolli hveiti

¾ bolli bökunarkakó

¼ tsk salt

1 bolli saxaðar pekanhnetur (eða þær hnetur sem ykkur þykja góðar)

1 bolli suðusúkkulaðidropar (eða gróft saxað suðusúkkulaði)

1 bolli hvítir súkkulaðidropar (eða gróft saxað hvítt súkkkulaði)

¾ bolli karamellusósa – að þessu sinni notaði ég þykku íssósuna frá Smuckers en að sjálfsögðu er hægt að nota heimatilbúna karamellsósu eða aðra þykka sósu.

Hitið ofninn 180 gráður

Leggið bökunarpappír í ferkantað form sem er c.a 25x25cm og spreyið pappírinn með olíu (berið olíu á með pensli).

Hrærið saman sykur og smjör, bætið eggjunum saman við einu í einu og því næst vanilludropunum (skafið niður á milli).

Á meðan þetta blandast saman er gott að setja hveiti, kakó og salt í skál og hræra saman. Blandið þurrefnunum því næst varlega saman við blönduna og hrærið aðeins stutta stund á rólegum hraða, rétt til þess að þurrefnin nái að blandast vel við smjörblönduna (varist að hræra of lengi).

Smyrjið súkkulaðiblöndunni í botninn á forminu en skiljið eins og 1 bolla af blöndunni eftir í skálinni til að nota síðar. Blandið söxuðum hnetunum og hvíta súkkulaðinu saman í skál og stráið yfir blönduna og því næst karamellusósunni. Að lokum er dökka súkkulaðinu blandað saman við restina af súkkulaðiblöndunni og smurt yfir karamellulagið. Dreifið blöndunni varlega yfir og ekki hafa of miklar áhyggjur þó svo einhver karamella/hvítt súkkulaði sjáist í gegn.

Bakið í 30 mínútur í miðjum ofni og leyfið að kólna í amk 2 klukkustundir áður en þið skerið niður í bita. Hægt er að strá flórsykri yfir til skrauts.

Tags:

2 Replies to “Súkkulaði og karamellu brownies”

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Flokkar

0
    0
    Karfan þín
    Karfan er tómNetverslun