Litríkar hugmyndirEldri dóttir mín varð 10 ára um helgina og hélt að því tilefni stelpupartý. Hún óskaði eftir því að panta pizzu og hafa svo alls konar lítið gotterí eftir matinn. Ég tók mig því til og útbjó eitt og annað smotterí sem sló heldur betur í gegn og lítið varð um afganga….hér fyrir neðan deili ég nokkrum hugmyndum sem hægt er að nýta við ýmis tilefni.

Hjúpaðir sykurpúðar

Ef tíminn er naumur og ykkur langar að setja eitthvað fallegt fyrir augað á veisluborðið kemur þessi hugmynd frábærlega vel út og hægt að útbúa í öllum litum, til dæmis dýfa í suðusúkkulaði og setja kókosmjöl, hnetur eða Rice Krispies á toppinn 🙂

Kökupinnar

Þessir krefjast aðeins lengri tíma í undirbúningi en hægt er að baka kökuna, útbúa kremið, mylja, rúlla og kæla einhverju áður en farið er að dýfa. Stundum set ég tilbúnar kúlur í frystinn og tek út nokkrum klukkustundum áður en það kemur að því að dýfa og skreyta. Þetta er mjög gott til að spara sér tíma en ég læt kúlurnar þá afþiðna við stofuhita og kæli svo amk í 1-2 klst að nýju til að allt frost sé farið úr þeim áður en ég dýfi.

Kökupinnar á hvolfi

Þetta eru einfaldlega kökupinnar á priki sem settir eru á hvolf á bökunarpappír, skreyttir og látnir þorna, sjá aðferð.

Köku“pinnar“ í dulbúningi

Þessar kökukúlur eru útbúnar með því að notast við „konfektform“. Ég á sílikon-mót úr Líf og List og fylli ég það hálfa leið með súkkulaði og set svo hæfilega stóra kökukúlu í miðjuna á forminu (máta áður en þið rúllið). Þrýstið létt á eftir hverri kúlu þar til súkkulaðið nær að fylla uppí formið og þannig að súkkulaði umlyki alla kúluna, varist því að rúlla þær of stórar. Setjið í frystinn í um 10 mínútur, takið úr forminu og dýfið toppunum í litað súkkulaði og skreytið að vild.

Hrískökur

Þessar litlu einföldu hrískökur klikka seint 🙂

Svo er að sjálfsögðu hægt að umbreyta þeim í Hrísköku-íspinna

Mini-bollakökur

Þessar litlu dúllur slá alltaf í gegn og eru hæfilega stórar fyrir allan aldur.

Að þessu sinni notaði ég súkkulaðiköku og hefðbundið smjörkrem en hér getið þið séð aðferðina við að skreyta þessar dúllur.

 

 

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Flokkar

0
    0
    Karfan þín
    Karfan er tómNetverslun