Rice Krispies íspinnar



Hrísköku íspinnar

Þessa hrísköku“íspinna“ gerði ég í lok sumars þegar ég rakst á pakka af íspinnaprikum sem ég hafði keypt mér fyrir löngu. Ég ákvað að athuga hvort það væri hægt að gera eitthvað sniðugt við þessi prik og þetta varð útkoman.

Ég gerði uppáhalds hrísköku-uppskriftina mína, smurði henni út á bökunarpappír (hafið bretti/bakka undir svo auðveldara sé að koma í kæli) og mótaði ílangan rétthyrning (ekki fullkominn samt) með fingrunum. Íspinnaprikunum er því næst stungið í beggja megin og með jöfnu millibili, reynið að hitta í miðjuna á blöndunni svo ekki sjáist í prik öðru hvoru  megin þegar búið er að kæla, þrýstið með fingrunum þegar þetta er unnið svo prikin festist betur. Setjið í kæli í um 30-60 mín og skerið svo þvert yfir og því næst á milli prika til þess að slíta „ísana“ í sundur.

Rice Krispies kökur

50gr smjörlíki

150gr suðusúkkulaði

5 msk sýróp

Rice Krispies

Allt sett saman í pott nema Rice Krispies. Hitað þar til bráðið og ég leyfi þessu alltaf að „sjóða“ í um eina mínútu og hræri vel í á meðan því þá festist blandan betur saman þegar hún kólnar. Takið því næst af hellunni í nokkrar mínútur og bætið Rice Krispies útí, hrærið vel á milli og bætið svo meiru við eftir þörfum.

a179

Hjúpið að lokum með bræddu súkkulaði/Candy Melts og stráið kökuskrauti yfir. Það þarf að vera hægt að stinga prikunum í frauðplast eða annað slíkt líkt og með kökupinna á meðan hjúpurinn harðnar.

4 Replies to “Rice Krispies íspinnar”

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Flokkar

0
    0
    Karfan þín
    Karfan er tómNetverslun