Afmælisveisla „The Dog“ þema



Afmæli 4

Eldri dóttir mín hún Harpa Karin varð 11 ára um helgina. „The Dog“ þema varð fyrir valinu en í rauninni voru það aðeins diskar, servettur, glös, dúkur og nokkrir aukahlutir sem ákvörðuðu þetta þema.

Afmæli 1

Allar kökur, kökupinnar og veitingar voru síðan útbúnar í þessum litum og einfaldaði það skreytingar til muna. Það er alltaf tímafrekast að útbúa fígúrur eftir fyrirmynd og oftar en ekki gerir maður slíkt úr sykurmassa og það getur alveg tekið sinn tíma.

Afmæli 3

Ég held því að eftir þetta afmæli sé ég farin að aðhyllast smjörkremsskreytingar enn frekar en að sjálfsögðu þarf að leyfa sér að nostra við einstaka þætti líkt og kökupinna og sykurmassaskraut. Sykurmassaskraut getur auðvitað verið útbúið með góðum fyrirvara og einnig er hægt að flýta fyrir sér í kökupinnagerðinni með því að vera búinn að baka og rúlla kúlur sem settar hafa verið í frysti. Þá er ekkert eftir nema að dýfa og skreyta og það má vel gera með 2-4 daga fyrirvara.

Afmæli 2

Hér fyrir neðan eru ýmsar hugmyndir úr afmælinu

Afmæliskakan

hér er hægt að finna aðferð við gerð hennar nema að þessu sinni notaði ég blátt, grænt og hvítt krem.

Kökupinnar

hér er hægt að nálgast mismunandi uppskriftir og má að sjálfsögðu útbúa þá kökupinna sem manni þykja bestir.

Kökupinna-ís

– hér er búið að saga neðan af vöfflu-ísformun og kökukúlunni dýft á sama hátt og áður nema hún er sett nánast strax (leyfið aðeins að leka af henni) í ísformið og pinnin fjarlægður (sárið síðan lagað með dökku súkkulaði síðar).

Cheerios gotterí

– notast við þessa uppskrift hér nema Rice Krispies skipt út fyrir Cheerios og sett í lítil bollakökuform.

Bollakökur

– hér má nota hvaða uppskrift sem er og stífu og góðu smjörkremi sprautað á með stút 2D til að forma rósir.

Bollakökur

– hér má nota hvaða uppskrift sem er og stífu og góðu smjörkremi sprautað á með stút 125 (laufastútur) til að útbúa skemmtilegt blómamynstur, skreytt með sykurmassaskrauti ef vill, einnig hægt að setja bara sykurperlu efst.

a347

Hjúpaðir sykurpúðar

hér getið þið fundið þessa aðferð nema ég setti Skittles á toppinn líka.

Rice Krispies stjörnur uppskrift

– ameríska aðferðin, sjá uppskrift hér að neðan

  • 80 gr smjör
  • 280 gr sykurpúðar
  • 130 gr Rice Krispies
  • Matarlitur að eigin vali
  • Stjörnuform/önnur skemmtileg form
  • Matarolíusprey og prik

Rice Krispies stjörn Aðferð

  1. Spreyið matarolíuspreyi í formin og hafið prikin tilbúin.
  2. Bræðið smjörið í potti á lágum hita.
  3. Bætið sykurpúðunum útí og hrærið vel þar til þeir eru alveg uppleystir.
  4. Setjið matarlit að eigin vali í blönduna og hrærið vel.
  5. Hellið Rice Krispies útí í nokkrum skömmtum og hrærið vel (ekki hafa áhyggur þó þetta verði vel klístrað og eins og „köngulóarvefur“, það er eðlilegt)
  6. Spreyið matarolíuspreyi á skeið og fingur og setjið hluta af blöndunni í hvert form (athugið að hér þarf að nota fingur til að móta þetta vel og þrýsta).
  7. Kælið og takið síðan úr forminu.
  8. Bræðið hvítt súkkulaði/Candy Melts, setjið í poka og klippið lítið gat og skreytið með því að renna súkkulaðinu fram og aftur yfir stjörnurnar.

Athugið að einnig er hægt að setja blönduna á bökunarpappír, pressa ofaná með bók, kæla og síðan skera í teninga/stangir (sjá mynd hér að neðan)

Daman var sátt með daginn og vonandi gefur þetta ykkur skemmtilegar hugmyndir fyrir komandi barnaafmæli.

AFmæli 5

Allt hráefni í þessar uppskriftir fæst í Nettó

One Reply to “Afmælisveisla „The Dog“ þema”

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Flokkar

0
    0
    Karfan þín
    Karfan er tómNetverslun