Gotterí og gersemar
Generic selectors
Exact matches only
Search in title
Search in content
Leit í bloggum
Leit á síðum
Leita eftir flokkum
Á grillið
Afmæli
Bakstur
Bollakökur
Brúðkaup
Eftirréttir
Ferming
Gotteri
Hollusta
Hrekkjavaka
Ís
Jól
Kökupinnar
Kökur
Matur
Námskeið
Páskar
Salöt, Sósur og Meðlæti
Smáréttir
Sumar
Tilefni
Uppskriftir
Veislur

Jólahringur með karamellubráðÁ dögunum bakaði ég „Ástarhringinn“ hennar ömmu Guðrúnar og var sú kaka ekki lengi að klárast get ég sagt ykkur, svo guðdómlega ljúffeng með þessari karamellubráð.

Hús&Hýbíli kíkti svo í heimsókn um daginn og gaf ég þeim einmitt uppskrift af þessari köku því hún er svo jólaleg og fín þegar hún er bökuð í þessu formi. Hún hefur því í desember fengið nafnið „Jólahringur með karamellubráð“

Amma á grennra og stærra hringlaga form sem ég er búin að fá í langtímalán hingað heim til mín og er hún öllu jafna bökuð í því þar sem það fylgir bara hefðinni og sneiðarnar svo litlar og sætar þegar maður sker hana niður (bakaði einmitt eina svoleiðis fyrir afmælið hennar Hörpu í október ef þið viljið kíkja á hvernig það form lítur út)

Jólahringur með karamellubráð

Kakan

 • 250gr smjör (við stofuhita)
 • 250gr sykur
 • 250gr hveiti
 • 1tsk lyftiduft
 • 4 egg (aðskilin)
 1. Hitið ofninn 175°C
 2. Hrærið saman smjör, sykur og hveiti.
 3. Blandið rauðunum saman, einni í einu og skafið niður á milli.
 4. Leggið blönduna til hliðar á meðan þið stífþeytið eggjahvíturnar.
 5. Blandið stífþeyttum eggjahvítum varlega saman við blönduna með sleif.
 6. Setjið í vel smurt hringlaga form og bakið í um 40-60 mínútur, eða þar til prjónn kemur hreinn út (bökunartími fer eftir þykkt hringsins sem bakað er í og ef um stórt form er að ræða er gott að gera 1 ½ uppskrift).

Deigið er þykkt í sér og stífþeyttu eggjahvíturnar lina það aðeins upp en þó er það áfram þykkt þegar það er sett í formið.

Gott er að skera aðeins ofan af kökunni ef hún hefur lyft sér þannig svo hún sitji betur á kökudisknum.

Kremið

 • 2dl rjómi
 • 120gr smjör
 • 1tsk vanilludropar
 • 50gr sykur
 • 2msk sýróp
 1. Allt sett í pott og suðan látin koma upp.
 2. Lækkað á meðal/háan hita og hrært stanslaust í þar til þykknar (um 10-12 mínútur).
 3. Kælið örlitla stund og penslið/smyrjið á kökuna (mér finnst best að byrja á því að pensla fyrsta lagi á frekar þunnu á meðan karamellan er vel heit, síðan þegar búið er að þekja kökuna alla set ég restina yfir og leyfi að leka aðeins niður með hliðunum).

a048

Þessi kaka verður án efa bökuð aftur hér í jólafríinu og ekki er verra að bera hana fram með ískaldri mjólk, já eða heitu kakó með rjóma.

Allt hráefni í þessa uppskrift fæst í Nettó

One Reply to “Jólahringur með karamellubráð”

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Fylgstu með á Facebook

Fylgstu með á Instagram

Fylgstu með í tölvupósti


Nýlegar færslur