Eplakaka með kryddkeim og karamelluÞessa eplaköku kom vinnufélagi minn hún Birgitta Líf með í vinnuna á dögunum. Ég er almennt ekkert ofboðslega hrifin af eplakökum en þessi fannst mér alveg æðisleg og ákvað að prófa hana sjálf og deila svo með ykkur ef útkoman yrði eins góð og hjá henni. Það voru nokkrir nágrannar sem komu í kaffi þennan daginn og get ég sagt ykkur að kakan var ekki lengi að klárast, svo góð var hún.

Kakan

 • 4 dl sykur
 • 210gr smjör við stofuhita
 • 3 egg
 • 4 dl hveiti
 • 1 tsk matarsódi
 • 1 tsk salt
 • ½ tsk múskat
 • 2 tsk kanill
 • 1 tsk vanilludropar
 • 3 epli, flysjuð og skorin í litla teninga
 1. Stillið ofninn á 180 gráður
 2. Hrærið saman sykur og smjör þar til létt og ljóst
 3. Bætið eggjunum útí , einu í einu og skafið niður á milli
 4. Því næst setjið þið þurrefnin varlega útí blönduna og svo vanilludropana.
 5. Eplabitarnir fara síðast í skálina og öllu blandað vel saman.
 6. Setjið í eitt stórt form (um 30cm) eða skiptið í 2 x  um 20cm form og bakið í um 30-40 mínútur (fer eftir stærð formsins

Karamellan

 • 1 bolli smjör
 • 2 bollar púðursykur
 • 2/3 bolli rjómi
 • ½ tsk salt
 1. Bræðið smjörið í potti á vægum hita.
 2. Þegar smjörið er bráðið er púðursykri og rjóma bætt útí og hækkað örlítið í hitanum.
 3. Hræra þar vel í blöndunni og þegar sykurinn er alveg uppleystur er saltið sett útí og hitinn hækkaður.
 4. Leyfið karamellubráðinni að „bubbla“ í um 2 mínútur og hrærið stanslaust í á meðan, takið svo af hellunni og kælið þar til hún byrjar að þykkna.
 5. Smyrjið jafnt yfir botninn/ botnana
 6. Skreytið með heslihnetukurli (má sleppa)

Allt hráefni í þessa uppskrift fæst í Nettó

 

One Reply to “Eplakaka með kryddkeim og karamellu”

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Flokkar

0
  0
  Karfan þín
  Karfan er tómNetverslun