Bláberja ostakakaBotn

 • 300gr Digestive kex
 • 2 msk púðursykur
 • 120gr brætt smjör
 1. Hitið ofninn 180 gráður
 2. Myljið kexið í matvinnsluvél eða í sterkum poka með kökukefli ef þið eigið ekki matvinnsluvél.
 3. Hrærið púðursykrinum saman við kexmylsnuna.
 4. Bætið bræddu smjörinu saman við að lokum og hrærið vel.
 5. Smyrjið botninn á um 24-26cm springformi (ég nota PAM sprey) og hellið kexblöndunni í formið.
 6. Þrýstið blöndunni vel upp á kantana og niður í botninn svo úr verði jafnt lag allan hringinn og hátt upp kantana.
 7. Bakið í um 5 mínútur (útbúið ostablönduna á meðan)

Ostablandan

 • 600gr Philadelphia rjómaostur við stofuhita
 • 1msk sítrónusafi
 • 3msk bláberjasulta
 • 1dl sykur
 • 3 egg
 1. Setjið öll hráefnin í hrærivélarskálina og hrærið á meðalhraða þar til vel blandað.
 2. Hellið í forbakaðan kexbotninn og setjið að nýju í ofninn í 25 mínútur til viðbótar.
 3. Takið úr ofninum og leyfið að standa við stofuhita þar til kakan kólnar. Setjið plast/poka yfir springformið og geymið í kæli í nokkrar klukkustundir eða yfir nótt.

Skraut

 • 3 ½ dl bláberjasafi (Blueberry juice frá the Berry Company, fæst í Nettó)
 • ½ bréf af Melatin Blue dufti
 • Fersk bláber
 • Blár matarlitur
 • Þetta er útbúið skv.leiðbeiningum á Melatin pakkanum nema ½ uppskrift af géle dugar á þessa köku svo þið getið geymt hinn helming duftsins þar til næst. Meðan safinn mallar saman set ég einn góðan dropa af bláum matarlit útí til að fá þetta bláa útlit á gelið (má auðvitað sleppa).
 • Hellið gelblöndunni yfir kalda ostakökuna og kælið að nýju þar til gelið hefur þykknað og kólnað.
 • Skreytið með ferskum bláberjum að vild. Einnig hefði verið hægt að setja berin fyrst á alla kökuna og hella svo gelinu yfir þau (þá gæti reyndar  verið betra að tvöfalda gel-uppskriftina og hafa þykkara lag)

Allt hráefni í þessa uppskrift fæst í Nettó.

2 Replies to “Bláberja ostakaka”

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Flokkar

0
  0
  Karfan þín
  Karfan er tómNetverslun