Þar sem við fjölskyldan tíndum yfir okkur af bláberjum á Dalvík um daginn má sjá að bloggið hefur litast af miklu bláberjaæði. Komin er uppskrift af guðdómlegu bláberjapæ og ferskum og öðruvísi bláberja-mjólkurhristingi ásamt einni eldri uppskrift af bláberja ostaköku. Þetta er þó síðasta uppskriftin í bili sem inniheldur bláber þar sem berin eru nú komin í frysti. Þau eru þó óspart notuð í skyrdrykki og aðra hollustu hér á heimilinu og að sjálfsögðu má nota frosin ber í þessar uppskriftir.
Bláberjamúffur
- 2 bollar hveiti
- 1 msk lyftiduft
- ½ tsk kanill
- ½ tsk matarsódi
- ¼ tsk salt
- 1 ½ bolli „buttermilk“ (setjið um 1msk sítrónusafa í mjólkina í um 5 mínútur og þá hafið þið „buttermilk“)
- 2/3 bolli sykur (Dansukker er besti sykurinn því hann er svo fínmalaður)
- ¼ bolli brætt smjör
- 1 egg
- 1 msk vanillusykur
- 1 bolli fersk bláber
- Skrautsykur (sjá mynd)
Þessa uppskrift sá ég á heimasíðu Damn Delicious og breytti ég sáralitlu áður en ég prófaði hana. Shimmer sykurinn hvíti frá Dr.Oetker er sniðugur til að setja ofaná deigið áður en kökurnar fara í ofninn.
- Hitið ofninn 175 gráður og gerið bollakökuformið tilbúið.
- Spreyið formið að innan með PAM matarolíuspreyi og leggið til hliðar.
- Blandið saman hveiti, lyftidufti, matarsóda, kanil og salti, leggið til hliðar.
- Hrærið saman „buttermilk“, sykur, smjör, egg og vanillusykur. Hellið þurrefnunum varlega saman og blandið á vægum hraða í stutta stund.
- Setjið bláberin útí blönduna og blandið saman með sleif.
- Skiptið jafnt á milli hólfanna (12 kökur).
- Stráið skrautsykri yfir og bakið í um 15-17 mínútur, kælið.
Allt hráefni í þessa uppskrift fæst í Nettó