Við fjölskyldan fórum á Fiskidaginn mikla á Dalvík á dögunum og það má eiginlega segja að fyrir norðan séu bláber á hverju strái. Systir mín býr í Svarfaðardal og að sjálfsögðu var rölt uppí fjall að tína ber. Þvílík dásemd að geta bara gengið út um útidyrnar með box og komið inn aftur stuttu síðar með það fullt af bláberjum eða aðalbláberjum.
Við náðum okkur í nokkur kíló af berjum og höfum verið að prófa okkur áfram í eldhúsinu svo þið megið eiga von á fleiri bláberjahugmyndum hér inn á næstunni.
Bláberja mjólkurhristingur
- 700ml af vanilluís
- 2 bollar bláber
- 1 bolli mjólk
- 4 msk bláberjasósa
- Rjómi og ber til skrauts
- Maukið bláberin í blandara/með töfrasprota.
- Setjið ísinn og mjólkina í hrærivélina og hrærið rólega þar til vel blandað.
- Hellið bláberjamaukinu saman við og einnig bláberjasósunni.
- Hrærið saman stutta stund, hellið í glös og skreytið.
- Þessi uppskrift dugar í 6 glös eins og á myndinni (frekar lítil)
Allt hráefni í þessa uppskrift fæst í Nettó og að sjálfsögðu má nota keypt bláber í þennan drykk 🙂
One Reply to “Bláberjasjeik”