Tuc BrowniesEftir að hafa legið yfir uppskriftum á netinu eitt kvöldið var ég óvart komin með ansi langan óskalista yfir nýjungar sem vert væri að prófa. Brownies með saltkexi voru ein af þeim. Ég var að fá til mín gesti í kaffi og ákvað skyndilega að láta reyna á þessa tilraun. Þar sem tíminn var naumur ákvað ég að nota Brownie Mix og flýta þannig fyrir mér. Ég sé sko aldeilis ekki eftir því þar sem útkoman urðu þessir æðislegu Tuc-Brownie bitar sem ég hvet ykkur til að prófa á næstunni!

Tuc Brownies uppskrift

–         1 pakki Betty Crocker Brownie Mix

–         ½ bolli smátt saxaðar pekahnetur

–         ½ bolli súkkulaðidropar

–         32 stk Mini Snackies Tuc kex

–         16 tsk súkkulaðismjör (má líka vera hnetusmjör)

 1. Smyrjið 16 Tuc-kex með 1tsk af súkkulaðismjöri hvert og útbúið samloku með öðru kexi, leggið til hliðar.
 2. Hrærið Brownie Mix samkvæmt leiðbeiningum á kassa nema bætið ½ bolla af olíu við blönduna.
 3. Spreyið um 20x20cm kökuform með PAM matarolíu og klæðið með bökunarpappír.
 4. Hellið um helming kökudeigsins í formið og jafnið.
 5. Raðið 4×4 samlokum yfir formið og dreifið hnetum og súkkulaðidropum jafnt yfir.
 6. Hellið að lokum restinni af deiginu yfir og jafnið út.
 7. Bakið í 25 mínútur við 160 gráður.
 8. Látið kólna vel í forminu (lágmark í klukkustund) áður en þið lyftið kökunni uppúr og skerið í bita.
 9. Best þykir mér að geyma bitana síðan í vel lokuðu í láti í kæli og bera fram frekar kalda.

Dætrum mínum fannst spennandi að fylgjast með þegar ég útbjó Tuc-samlokurnar með súkkulaðismjörinu og næsta dag var heldur betur „samlokupartý“ í garðinum hjá okkur. Sú eldri ásamt frænku sinni sáu um að smyrja ofaní mannskapinn og áður en við vissum af var heill poki af kexi horfinn ofaní krakkana og opna þurfti annan. Það er því nokkuð ljóst að sykur og salt fer vel saman og þessi litlu Tuc kex henta afar vel í „samlokugerð“, hvort sem þær eru ætlaðar í kökur eða beint uppí munn 🙂

Allt hráefni í þessa uppskrift fæst í Nettó

Tags:

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Flokkar

0
  0
  Karfan þín
  Karfan er tómNetverslun