Þessi sómar sér vel á hvaða veisluborði sem er og þar sem helgin er að ganga í garð væri líka tilvalið að útbúa þessa hnallþóru til að eiga með helgarkaffinu.
Daim bomba
Hér er á ferðinni kaka samsett úr brownie botni, púðursykurmarengs og daimrjóma.
Brownie botn
- 150gr smjör við stofuhita
- 200gr suðusúkkulaði (bráðið)
- 1 bolli sykur
- 2 tsk vanilludropar
- ¼ tsk salt
- 1 msk bökunarkakó
- 2 egg
- 2 msk volgt vatn
- 2/3 bolli hveiti
- Hitið ofninn 175 gráður
- Spreyið um 20-22cm hringlaga springform með matarolíuspreyi (penslið matarolíu á). Einnig finnst mér gott að setja bökunarpappír á botninn og klemma hann fastan með hringnum (þá er auðveldara að losa kökuna þegar hún hefur kólnað).
- Þeytið saman smjör og sykur þar til létt og ljóst.
- Bætið eggjum og vanilludropum samanvið og skafið niður á milli.
- Næst fer bráðið súkkulaðið í blönduna og að lokum öll þurrefnin.
- Hrærið rólega þar til allt er vel blandað og varist að vinna deigið ekki of lengi.
- Bakið í um 40 mínútur eða þar til prjónn kemur út aðeins með smá kökumylsnu á en ekki blautu deigi.
- Kælið alveg og takið síðan botninn í tvennt með kökuskera/tvinna/hníf.
Púðursykursmarengs
- 4 eggjahvítur
- 4 dl púðursykur
- Hitið ofninn 160 gráður
- Spreyið um 20-22cm hringlaga springform með matarolíuspreyi (penslið matarolíu á). Einnig finnst mér gott að setja bökunarpappír á botninn og klemma hann fastan með hringnum (þá er auðveldara að marengsinn þegar hún hefur kólnað).
- Þeytið eggjahvítur og púðursykur alveg upp í topp.
- Setjið um 2/3 af blöndunni í springformið og sléttið vel úr, setjið restina í sprautupoka með stórum stjörnustút og útbúið nokkra litla marengstoppa á bökunarplötu (fyrir efsta lagið).
- Bakið toppana í um 20 mínútur og botninn í 45 mínútur, kælið.
- Það er vel hægt að baka marengsinn nokkrum dögum áður en kakan sjálf er útbúin og sett saman.
Daim rjómi
- 600-800 ml (fer eftir smekk)
- 300gr Daimsúkkulaði smátt saxað
- Súkkulaðinu er blandað varlega saman við stífþeyttan rjómann og honum skipt í þrjá hluta.
Samsetning
- Setjið annan hluta brownie kökunnar á kökudisk og 1/3 af rjómanum þar ofaná.
- Púðursykurmarengsinn kemur næst og aftur 1/3 af rjómanum.
- Seinni hluti brownie kökunnar kemur þar á eftir og restin af rjómanum.
- Marengstoppar og Daimkurl raðast á topp kökunnar og ekki myndi skemma fyrir að setja örlitla karamellubráð yfir sé þess óskað (sjá uppskrift hjá eplakökuuppskriftinni).
Allt hráefni í þessa uppskrift fæst í Nettó
Hvenar notarðu vatnið sem er uppgefið í uppskriftinni af Brownies-kökunum?
Hæ, á marengsbotninn að vera enn blautur innan í eftir 45 mín?
þessa verð ég að prófa:)