Gotterí og gersemar
Generic selectors
Exact matches only
Search in title
Search in content
Leit í bloggum
Leit á síðum
Leita eftir flokkum
Á grillið
Afmæli
Bakstur
Bollakökur
Brúðkaup
Eftirréttir
Ferming
Gotteri
Hollusta
Hrekkjavaka
Ís
Jól
Kökupinnar
Kökur
Matur
Námskeið
Páskar
Salöt, Sósur og Meðlæti
Smáréttir
Sumar
Tilefni
Uppskriftir
Veislur

FjölskyldubombaÉg veit ekki hvar ég á að byrja núna þar sem þetta var mögulega ein af bestu hugmyndum sem ég hef fengið þegar kemur að sykurbombu! Maðurinn minn á fjögur systkini og reynum við alltaf að hittast og eiga góða stund þegar eldri systir hans er á landinu frá Noregi. Um daginn elduðum við lambakjöt með bernaise sósu og eins og svo oft áður kallar bernaise á marengs…..já eða öfugt 🙂 

Ég eeeeeelska púðursykurmarengsinn hans pabba og mig langaði að búa til eina risa fjölskyldupavlou með púðursykursbotni, sem endaði síðan svo stór að hún þurfti að fara á trébakka þar sem hún komst ekki fyrir á kökudisk!

Ef ykkur vantar fáránlega góðan „desrétt“ þá mæli ég með þessari bombu!

Fjölskyldubomba

Botn og marengstoppar

 • 5 eggjahvítur
 • 5 dl púðursykur

Toppur

 • 600 ml rjómi
 • Þristur 10 stk mini (í pokunum)
 • 3 x kókosbollur (hver skorin í 3 bita)
 • 10 marengstoppar
 • 250 gr jarðaber
 • 125 gr bláber

Lakkríssósa

 • 10 stk lakkrískaramellur frá Karamel Kompagniet (fást í Dimm netverslun)
 • 3 msk rjómi

 1. Byrjið á því að baka botn og marengstoppa (þetta má alveg gera nokkrum dögum fyrr). Þeytið saman eggjahvítur og púðursykur þar til topparnir verða stífir og halda lögun sinni. Setjið nokkrar sleifar af blöndunni í sprautupoka með hringlaga stút um 1,5 cm í þvermál fyrir toppana. Teiknið hring um 25-30 cm í þvermál á bökunarpappír (á bökunarplötu) fyrir botninn og smyrjið restinni af marengsinum jafnt í hring. Bakið við 140°C, toppana í 40 mínútur en botninn áfram í 20 mín til viðbótar (samtals í klukkustund) og kælið alveg.
 2. Þeytið rjómann og smyrjið yfir marengsbotninn. Skerið þrist og kókosbollur niður og raðið ofan á rjómann ásamt jarðaberjum, bláberjum og marengstoppum.
 3. Bræðið saman lakkrískaramellur og rjóma við vægan hita þar til þykk lakkríssósa myndast. Leyfið hitanum að rjúka aðeins úr og setjið vel af sósu yfir allt saman.

Aðrar spennandi færslur

Tags:

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Fylgstu með á Facebook

Fylgstu með á Instagram

Fylgstu með í tölvupósti


Nýlegar færslur