BlómamarengsTinna vinkona mín varð þrítug fyrr í sumar og er hún algjör snillingur í kökugerð. Hún útbjó tölustafina 3 og 0 úr dásamlegum blómamarengs, tók fyrir mig myndir og sendi mér uppskriftina til þess að leyfa ykkur að njóta!

Það hefur sýnt sig undanfarið að númerakökur eins og þessar eru að slá í gegn. Í flestum tilfellum hef ég séð svokallaðar „Cream Tart“ númerakökur en þar er kakan þétt í sér, þunn og í tveimur til þremur lögum og skreytt með lifandi blómum og fleiru skemmtilegu. Ég hef hins vegar ekki séð þetta búið til úr marengs fyrr svo nú ættu marengsaðdáendur að taka vel eftir.

Uppskrift fyrir einn tölustaf:

 • 6 eggjahvítur
 • 300 gr. sykur
 • ½ tsk lyftiduft
 • 1 ½ bolli Rice Crispies
 • ½ bolli möndluflögur

Ferlið

 1. Prentið út tölustafi sem fylla um það bil út í A3 blað. Dragið útlínur í gegn á bökunarpappír. Látið tölustafinn snúa öfugt þannig að þegar búið er að baka marengsinn sé hægt að snúa við á kökudisk.
 2. Bakið í 90 mín á blæstri við 120 gráður. Leyfið marengsinum að kólna í um klukkustund í ofninum áður en hann er tekinn út.
 3. Áður en þið setjið  lyftiduftið, Rice Crispies og möndluflögur út í marengsinn takið þá smávegis til hliðar og setjið í skál til að búa til rósir. Blandaði bleikum, rauðum og bláum matarlit út í til að fá lillabláan lit á marengsinn. Búið til rósir (1M stútur frá Wilton) og dropa (8B stútur frá Wilton) og látið bakast með tölustafnum í 90 mín. Áður en rósirnar og droparnir eru bakaðir má strá yfir smá kökuskrauti og leyfa því að bakast með.
 4. Sprautið svo rjóma (með smá flórsykri) á marengsbotnana með 8B stútnum og skreytti síðan með marengsskrautinu, lifandi blómum, berjum (jarðarber, hindber, brómber, kirsuber) og frönskum makkarónum.

Hversu fallegt! Hægt er að finna ótal skreytingarhugmyndir af númerakökum á netinu. Ég sagði við Tinnu að ég þyrfti nauðsynlega að prófa að útbúa eina svona á næstunni og myndi mig langa að búa til númeraköku úr brownie botnum til að prófa eitthvað nýtt svo fylgist með þegar að því kemur!

30 ára!

Blóm og ávextir….mmm

Tags:

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Flokkar

0
  0
  Karfan þín
  Karfan er tómNetverslun