Gotterí og gersemar
Generic selectors
Exact matches only
Search in title
Search in content
Leit í bloggum
Leit á síðum
Leita eftir flokkum
Á grillið
Afmæli
Bakstur
Bollakökur
Brúðkaup
Eftirréttir
Ferming
Gotteri
Hollusta
Hrekkjavaka
Ís
Jól
Kökupinnar
Kökur
Matur
Námskeið
Páskar
Salöt, Sósur og Meðlæti
Smáréttir
Sumar
Tilefni
Uppskriftir
Veislur

Súkkulaðihjúpaðir bananaraIMG_6534

Ég elska allt sem er einfalt, fallegt og gott! Ef það á við um ykkur líka eru þessir súkkulaðihjúpuðu bananar algjörlega málið, allir hér á þessu heimili elskuðu þá en það voru hins vegar skiptar skoðanir á því hvort fólk væri hnetu eða kókos megin í lífinu.

aIMG_6515

Súkkulaðihjúpaðir bananar

 • 3-4 bananar (skornir í 2-3 bita hver)
 • 150 gr suðusúkkulaði
 • 150 gr hjúpsúkkulaði
 • Til hamingju hakkaðar heslihnetur
 • Til hamingju gróft kókosmjöl
 • Íspinnaprik

aIMG_6484

 1. Skerið hvern banana í 2-3 bita eftir því hversu stórir þeir eru og takið aðeins af endunum báðu megin.
 2. Stingið íspinnapriki í hvern bita.
 3. Bræðið saman suðusúkkulaði og hjúpsúkkulaði (betra að hafa smá blöndu því hjúpsúkkulaðið storknar fyrr og verður harðara).
 4. Setjið brætt súkkulaði í hátt plastglas/annað mjótt ílát og dýfið hverjum bita á kaf.
 5. Hallið bitanum þá upp á við og sláið eins mikið af súkkulaðinu af og þið getið og snúið bitanum reglulega.
 6. Þegar súkkulaðið er hætt að renna af má strá ríkulega af hnetum eða kókosmjöli  allan hringinn og leggja bitann síðan á bökunarpappír þar til súkkulaðið storknar.
 7. Bananabitarnir eru bestir samdægurs og gott er að geyma þá í kæli (þeir duga þó vel í 1-2 daga frá hjúpun).

aIMG_6541

Ég er klárlega hnetumegin í lífinu, elska allt með hnetum og vá hvað þessi blanda passaði hrikalega vel saman, bananar, súkkulaði og hnetur….mmmmm

aIMG_6529

 

 

Aðrar spennandi færslur

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Fylgstu með á Facebook

Fylgstu með á Instagram

Fylgstu með í tölvupósti


Nýlegar færslur