Hjúpuð jarðaber



Hvað er betra en súkkulaðihjúpuð jarðaber?

Eins og hvað þetta er einföld og skemmtileg hugmynd mætti maður alveg gera þetta oftar, það þarf ekki að vera neitt sérstakt tilefni. Nú er nammidagur á næsta leyti og því tilvalið að prófa þetta heima um helgina.

Dætrum mínum finnst mjög gaman að fá að taka þátt svo leyfið börnunum endilega að útbúa sín eigin ber 🙂

Aðferð

1. Skolið og þurrkið jarðaberin mjög vel – þau mega alls ekki vera rök

2. Bræðið suðusúkkulaði yfir vatnsbaði/í örbylgjuofni

3. Dýfið jarðaberjunum eins langt og þið viljið niður í súkkulaðið og hristið aðeins af áður en þið flytjið yfir á bökunarpappír – leyfið að storkna (hægt að hafa bökunarpappírinn á bretti sem flutt er inní ísskáp til að flýta fyrir)

4. Bræðið hvítt súkkulaði í vatnsbaði/í örbylgjuofni og setjið í brúsa með litlu gati (einnig hægt að notast við zip-lock poka og klippa pínulítið gat á endann)

5. Rennið hvítu súkkulaðibununni fram og aftur eftir hverju jarðaberi – leyfið að storkna að nýju

Ath: Ef þið viljið ekki fá neitt auka súkkulaði upp af smjörpappírnum þegar þið takið tilbúnu berin af getið þið teiknað hring  í kringum það við botninn með tannstöngli áður en súkkulaðið storknar og þá þurfið þið ekki að hafa áhyggjur af því.

One Reply to “Hjúpuð jarðaber”

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Flokkar

0
    0
    Karfan þín
    Karfan er tómNetverslun