Grillað góðgætiÉg er enn að vinna upp myndir og uppskriftir frá því í sumarfríinu og lengra, greinilegt að ég er duglegri að baka og mynda en blogga!!!

Hér eru á ferðinni brjálæðislega góðir grillaðir bananar. Við hreinlega fáum ekki nóg af því að grilla okkur súkkulaðibanana með ýmsum útfærslum og hér kemur enn ein fyrir ykkur að njóta!

Grillaðir bananar uppskrift

 • Bananar (ekki of þroskaðir)
 • Siríus rjómasúkkulaði með kremkexi
 • Suðusúkkulaðidropar

 1. Skerið endana af hverjum banana og rauf eftir honum miðjum.
 2. Komið vel fyrir á smá „álpappíshreiðri“ svo þeir liggi ekki alveg á grillinu.
 3. Fyllið með báðum tegundum af súkkulaði og reynið að koma eins miklu í hvern og þið komist upp með.
 4. Grillið yfir meðalhita í nokkrar mínútur eða þar til súkkulaðið er bráðið.

Á þessu heimili er grillað allan ársins hring, vetur, sumar, vor og haust svo það er alltaf tilefni til að gera góðan súkkulaðibanana í eftirrétt!

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Flokkar

0
  0
  Karfan þín
  Karfan er tómNetverslun