Grillaðar súkkulaðifylltar pönnsur



Á Hvítasunnudag útbjó ég ömmupönnsur þar sem það er lífsnauðsynlegt að útbúa þær reglulega, þær eru einfaldlega bestar í heimi.

Ótrúlegt en satt þá kláruðust þær ekki allar að deginum og þegar við vorum að grilla læri um kvöldið horfði ég afganginn og datt í hug að útbúa eftirrétt handa mannskapnum. Við eigum grillpönnu sem við notum til að steikja grænmeti o.fl á grillinu og var hún tilvalin í verkið. Hér fyrir neðan getið þið fundið uppskrift og aðferð við þennan dýrindis eftirrétt. Fyrir þá sem eru ekki með afgangs pönnukökur við hendina er hægt að kaupa fínar tilbúnar pönnsur frá Ömmubakstri í verslunum og gæti verið sniðugt að grípa slíkt með í útilegur sumarsins og slá í gegn á tjaldstæðinu með þessum eftirrétti.

Uppskrift

  • Pönnukökur (ein á mann)
  • Súkkulaði-hnetusmjör
  • Bananar
  • Saxað MILKA-Daim súkkulaði
  • Meðlæti: vanilluís, súkkulaðisósa og súkkulaðikurl

Aðferð

  1. Smyrjið ¼ hluta af hverri pönnuköku með vænni matskeið af súkkulaði-hnetusmjöri.
  2. Skerið um ½ banana í sneiðar yfir hvern fjórðung.
  3. Stráið um 3 msk af söxuðu MILKA Daim súkkulaði yfir hvern fjórðung.
  4. Brjótið pönnukökuna saman og grillið við vægan hita í nokkrar mínútur eða þar til súkkulaðið er bráðið (ég notaðist við grillpönnu en ef þið eigið ekki slíka má setja á nokkur lög af álpappír/álbakka).
  5. Berið fram með vanilluís, súkkulaðisósu og söxuðu súkkulaði.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Flokkar

0
    0
    Karfan þín
    Karfan er tómNetverslun