„Ömmu“ pönnsur480773_129378323889395_1985613116_n

Ég get ekki kallað þessar pönnukökur annað en „ömmu“pönnsur því hún amma Guðrún hefur í gegnum tíðina þróað með sér ljúffenga pönnukökuuppskrift og eru þetta einfaldlega bestu pönnukökur í heimi að mínu mati.

Það var hins vegar þrautinni þyngra að fá þessa uppskrift hjá henni þar sem hún mundi ekkert nákvæmlega hvað hún setti í hana, bara svona dass af hinu og þessu. Fyrir einhvern eins nákvæman og mig var þetta nú ekki alveg að gera sig svo eftir örlítið nánari mælingar og tilraunir í eldhúsinu hef ég komið þessu niður á blað svo aðrið geti prófað sig áfram 🙂

„Ömmu“ pönnsur

 • 2 bollar hveiti
 • 1 ½ tsk lyftiduft
 • 1 tsk matarsóti
 • 4 msk sykur
 • 1 tsk salt
 • 4 egg
 • 150gr smjör/líki (bráðið)
 • Um 4 bollar mjólk (aðeins misjafnt hversu þykkar þið viljið hafa þær svo nauðsynlegt að fikra sig áfram)
 • 4tsk vanilludropar (ef ég er með Kötlu dropa þá nota ég nánast heilt glas)

Hitið smjör/líki og kælið lítillega (geymið).

Þeytið egg og sykur saman

Bætið þurrefnunum þá út í, því næst mjólk, eggjum og dropum, hrærið saman.

Að lokum fer bráðið smjörið útí  (varist að hræra deigið ekki of mikið því þá geta pönnukökurnar orðið seigar).

Hellið um 1/3 bolla af deigi á heita pönnukökupönnu og notið snúningstækni til að dreifa vel úr deiginu. Snúið þegar pönnukakan er byrjuð að brúnast og farin að taka sig í köntunum (bætið smá smjörlíki á pönnuna eftir þörfum) . Mér finnst alltaf betra að hafa deigið það þunnt að það renni vel á pönnunni og sé helst örlítið „götótt“, þá verða þær svo þunnar og góðar. Munið að það er hægt að bæta mjólk útí deigið hvenær sem er á ferlinu til að þynna það.

Ég er svolítil pönnukökukerling og elska til dæmis amerískar pönnukökur með sýrópi, beikoni, eggjum og tilheyrandi, já eða tala nú ekki með nutella og rjóma.

Þessar pönnukökur eru hins vegar langbestar upprúllaðar með sykri eða samanbrotnar með sultu & rjóma. Allir elska ömmupönnsurnar og hef ég venjulega ekki undan við baksturinn, best þykir mér að hafa 2 pönnur í gangi til að þetta gangi aðeins hraðar fyrir sig.

541856_129378327222728_278954325_n

Mæli með því að þið skellið í eina uppskrift með kaffinu í dag……Mmmmm

3 Replies to “„Ömmu“ pönnsur”

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Flokkar

0
  0
  Karfan þín
  Karfan er tómNetverslun