Red Velvet kökumix til í Nettó



Ég get verið óttalegt nörd þegar það kemur að vissum tegundum af kökumixi síðan ég bjó í Bandaríkjunum. Ég elskaði að skoða úrvalið í Safeway og QFC og ég held að margir Bandaríkjamenn viti mögulega ekki hvað það er að baka frá grunni. Ég gleymi því að minnsta kosti ekki þegar ég bakaði eitt sinn skúffuköku með súkkulaðikremi (eins einfalt og það getur nú orðið) og fór með í vinnuna. „You made this from scratch“ var ég spurð með undrun og ekki urðu þau minna hissa þegar ég kom með upprúllaðar ömmupönnsur eða annað góðgæti sem ekki var gert út pakka.

Hins vegar varð ég hrifnari og hrifnari af kökumixum eftir því sem ég prófaði mig áfram með þau en að sjálfsögðu er kökumix ekki það sama og kökumix. Ég átti mín uppáhalds og mikið sem ég var glöð þegar ég rak augun í Red Velvet kökumixið frá Betty Crocker þegar ég var í Nettó í dag. Þetta mix flokkast algjörlega sem eitt af mínum uppáhalds og er gaman að leika sem með rauðu kökubotnana.

redvelvet

Það væri óskandi að ég hefði tíma til að baka í dag en því miður er ég svo upptekin við að pakka niður í ferðatöskur að það verður að bíða betri tíma, lofa þó einhverjum skemmtilegum hugmyndum með Red Velvet mixi fljótlega.

Mæli með að þið skellið í Red Velvet Verkalýðsköku með hvítu smjörkremi/Vanilla Frosting frá Betty Crocker.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Flokkar

0
    0
    Karfan þín
    Karfan er tómNetverslun