Vilt þú læra að skreyta afmælisköku á fjóra mismunandi vegu?
Þá er námskeið í smjörkremsskreytingum á heila köku eitthvað fyrir þig. Þetta er nýtt námskeið í námskránni og þar sem eftirspurn hefur verið mikil verður boðið uppá slíkt námskeið þann 13.maí næstkomandi kl:18:00
Um er að ræða 4 klukkustunda námskeið og fara allir þátttakendur heim með heila köku í fullri stærð sem þeir skreyta á þann hátt sem þeim þykir bestur eftir að kennsla hefur farið fram. Farið er í það hvernig best er að jafna kökur, smyrja á milli botna, þekja kökuna fyrir skreytingu ásamt margvíslegu mynstri sem hægt er að velja úr. Allir þátttakendur fá æfingu í öllum mynstrunum hér að ofan og ráða svo sjálfir hvernig þeir skreyta sína köku.
Ef ykkur fannst páskakakan eða rósakakan flott þá er meðal annars farið í það mynstur og fleiri til.
Verð á þetta námskeið er 13.500kr og er hægt að skrá sig/fá nánari upplýsingar á gotteri@gotteri.is
Endilega skráðu mig á þetta námskeið.
Þórunn Björg Ásmundardóttir.
190257-2159