Rósakaka



a096

Þar sem það er vor í lofti í dag ákvað ég að setja inn mynd af köku í stíl við daginn.

Hér er á ferðinni súkkulaðikaka í 4 lögum, súkkulaðismjörkrem á milli og rósir sprautaðar með stút 2D frá Wilton með lituðu vanillusmjörkremi.

Uppskriftin hér að neðan er eins og stærsta kakan á myndinni.

Súkkulaðikaka

  • 3 bollar púðursykur
  • 250gr mjúkt smjör
  • 4 egg
  • 2 tsk vanilludropar
  • 2 2/3 bolli hveiti
  • 3/4 bolli bökunarkakó
  • 1 matskeið matarsódi
  • 1/2 tsk salt
  • 1 1/3 bolli sýrður rjómi (í lagi að nota súrmjólk í staðinn)
  • 1 1/3 bolli sjóðandi vatn

Aðferð

  1. Þeytið saman púðursykur og smjör þar til létt og ljóst.
  2. Bætið eggjunum samanvið, einu í einu, skafið niður á milli.
  3. Þeytið þessa blöndu á háum hraða þar til loftkennd og bætið þá vanilludropunum útí.
  4. Blandið saman þurrefnunum (hveiti, kakó, matarsóda og salti) og blandið saman við til skiptis við sýrða rjómann.
  5. Hrærið rólega þar til vel blandað og bætið þá sjóðandi vatninu samanvið.
  6. Skiptið niður í kökuform (2 x um 26-30cm form, eða 3 x 20cm og svo er hvor botn tekinn í 2 með tvinna/kökuskera)
  7. Bakið í um 35 mínútur við 170 gráður.

Súkkulaðismjörkrem

  • 125gr smjör (mjúkt)
  • 500gr flórsykur
  • 2 tsk vanilludropar
  • 4 msk sýróp
  • 4msk bökunarkakó
  1. Setjið öll hráefnin nema flórsykur og kakó í hrærivélarskálina og hrærið vel saman.
  2. Blandið flórsykri og kakó saman og bætið varlega útí blönduna, skafið niður á milli og hrærið þar til kremið er slétt og fellt.

Vanillusmjörkrem

• 125gr smjör (mjúkt)
• 500gr flórsykur
• 2 tsk vanilludropar
• 3 msk sýróp

  1. Setjið öll hráefnin nema flórsykur í hrærivélarskálina og hrærið vel saman.
  2. Bætið flórsykri varlega útí blönduna, skafið niður á milli og hrærið þar til kremið er slétt og fellt.
  3. Litið með þeim matarlit sem þið óskið eftir. Ef þið viljið tvílitar rósir er hægt að strjúka smá matarlit/dekkra kremi upp eina eða fleiri hliðar á sprautupokanum. Fyllið því næst með ljósari litnum og sprautið í rósir með stút 2D eða 1M frá Wilton (ég kýs frekar 2D).

Tags:

8 Replies to “Rósakaka”

  1. Ég er búin að gera þetta krem tvisvar og lenti í því í bæði skiptin að kremið var svo rosalega þykkt, er eitthvað trix við að gera kremið?

    1. Sæl Indíana
      Því miður erum við ekki að útbúa kökur fyrir viðskiptavini, einungis með námskeið og uppskriftarbanka 🙂

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Flokkar

0
    0
    Karfan þín
    Karfan er tómNetverslun