Súkkulaði bollakökur með rósumBollakökur eru að mínu mati alveg ómótstæðilega góðar, fallegar og hvað þá súkkulaði bollakaka með súkkulaði smjörkremi eins og hér er á ferðinni.

Hér fyrir neðan kemur uppskrift bæði af kökunum og kreminu og til þess að sprauta svona fallega rós á kökuna notaðist ég við stút 2D frá Wilton. Ekki er svo verra ef þið kunnið að útbúa sykurmassablóm því með því einu að skella því á toppinn er þetta orðin mjög hátíðleg og glæsileg bollakaka sem hentar í hvaða veislu sem er.

Súkkulaði bollakökur uppskrift

 • 2 bollar hveiti
 • 1 ½ bolli sykur
 • 6 msk bökunarkakó
 • 1 tsk salt
 • 1 tsk matarsódi
 • 3 egg
 • 2 tsk vanilludropar
 • ¾ bolli olía
 • 1 bolli kalt vatn
 1. Sigtið saman hveiti, sykur, kakó, salt og matarsóda, leggið til hliðar.
 2. Þeytið saman egg, olíu, vatn og vanilludropa þar til það verður létt í sér.
 3. Bætið þurrefnunum rólega samanvið og skafið vel niður á milli.
 4. Skiptið niður í um 20 bollakökuform og bakið við 180 gráður í 15-18 mínútur

Súkkulaði smjörkrem uppskrift

 • 125gr smjör (við stofuhita)
 • 500gr flórsykur
 • 1 egg
 • 2 tsk vanilludropar
 • 2 msk sýróp
 • 5 msk kakó ef þú ert að gera súkkulaðikrem en annars ekki
 1. Setjið öll hráefnin nema flórsykur og kakó í hrærivélarskálina og hrærið vel saman.
 2. Blandið flórsykri og kakó saman og bætið varlega útí blönduna, skafið niður á milli og hrærið þar til kremið er slétt og fellt.
 3. Stundum þarf að bæta örlítið meira af flórsykri ef þið viljið hafa kremið mjög stíft og ef verið er að nota kremið til að smyrja á köku mætti mögulega þynna það örlítið með mjólk/vatni til að betra sé að smyrja því á.

2 Replies to “Súkkulaði bollakökur með rósum”

  1. Sæl Ester

   Þessi áferð fæst með því að sleikja matarlit upp eftir sprautupokanum áður en kremið er sett í hann 🙂

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Flokkar

0
  0
  Karfan þín
  Karfan er tómNetverslun