Ég var að fara yfir myndir á tölvunni og áttaði mig á því að 11 ára stelpuafmæli eldri dóttur minnar hafði ekki ratað hingað inn. Ætli það sé ekki sökum þess að við vorum stuttu síðar með stelpukvöld fyrir bekkinn og ég setti þá færslu hér inn fljótlega.
Nú líður senn að 12 ára afmælisdeginum svo ekki seinna að vænna en birta þessar skemmtilegu hugmyndir hér. Tek það fram að afmælisbarnið sá alfarið um undirbúning, bakstur, kökuskreytingar og plan fyrir þennan viðburð og mamman var aðeins í því að taka myndir.
Verð að segja að mér þykir erfitt að fá ekki að taka þátt þegar að þessu kemur en að sama skapi verða börnin að fá að hafa þetta eftir sínu höfði líka, svona annað slagið í það minnsta 🙂
Kökupinnar
Betty Crocker súkkulaðimix blandað saman við Betty Crocker vanillukrem, dýft í appelsínugult Candy Melts.
Ljónakaka
Betty Crocker súkkulaðikökumix og smjörkrem litað í mismunandi litum, sprautað á með litlum og stórum stjörnustútum.
Maxi popp og Dumle karamellur í poka
Litríkt nammi í litríkum skálum og gos í klakabaði sem sló í gegn!
Undirbúningur
Beðið eftir gestum
Mikið fjör og mikið gaman!