HollustukúlurUm daginn ákvað ég að prófa að fikra mig aðeins áfram í hollustugotteríi þar sem  hún Erla samstarfskona mín kom með alveg ótrúlega góða hráfæðismola í vinnuna á dögunum. Þrátt fyrir að vera mikill sælkeri finnst mér frábært að geta búið til hollara gotterí í bland við annað og verð ég að segja að þessi tilraun heppnaðist bara nokkuð vel.

Hollustukúlur með súkkulaði- og hnetuívafi uppskrift

Kúlurnar

 • 220gr döðlur
 • 150ml sjóðandi vatn
 • 50gr pecan hnetur
 • 100gr möndlumjöl
 • 2 msk kókosolía (hituð örlítið svo verði fljótandi)
 • 4 msk gróft hnetusmjör
 • 1 tsk vanilludropar
 • 1 msk kakó
 • ½ tsk salt
 1. Hellið sjóðandi vatni yfir döðlurnar og leyfið að standa í 30 mínútur.
 2. Setjið pecan hneturnar í blandara/matvinnsluvél og blandið saman við möndlumölið, leggið til hliðar.
 3. Setjið döðlurnar í blandara/matvinnsluvél.
 4. Blandið kókosolíu, hnetusmjöri og vanilludropum saman við döðlumaukið.
 5. Því næst fer kakó og salt í blönduna og að lokum möndlu- og hnetublandan.
 6. Ef notaður er blandari gæti þurft að hnoða saman með höndunum á þessum tímapunkti en matvinnsluvél ætti að ráða við þetta allt saman.
 7. Plastið skálina og geymið blönduna í kæli í amk 1 klst til að auðveldara verði að móta kúlurnar.
 8. Mótið kúlur sem eru um það bil 1 msk hver og raðið saman á bökunarpappír, náið um 25 kúlum úr einfaldri uppskrift.
 9. Kælið aftur í um 30 mínútur og útbúið hjúpinn á meðan.

Hjúpurinn

 • 5 msk bökunarkakó
 • 2 msk agave sýróp
 • 2 msk kókosolía (hituð örlítið svo verði fljótandi)
 1. Setjið allt saman í skál og blandið saman þar til kekkjalaust.
 2. Gott er að hella blöndunni í glas og dýfa svo hverri kúlu ofaní og lyfta upp með gaffli. Láta leka vel af henni og ýta henni síðan yfir á bökunarpappír og kæla/frysta að nýju.
 3. Gott er að geyma kúlurnar í frysti og taka jafnóðum út til að gæða sér á.

One Reply to “Hollustukúlur”

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Flokkar

0
  0
  Karfan þín
  Karfan er tómNetverslun