Uppskrift
- 3 vel þroskaðir bananar
- 110 gr brætt smjör
- 110 gr púðursykur
- 1 egg
- 1 tsk vanilludropar
- 1 tsk matarsódi
- ½ tsk salt
- 120 gr hveiti
- 60 gr bökunarkakó
- 200 gr MILKA caramel súkkulaði, gróft saxað
Aðferð
- Stappið bananana og bræðið smjörið.
- Hrærið saman banana, smjör, púðursykur, egg og vanilludropa.
- Bætið þurrefnunum útí og loks súkkulaðibitunum.
- Smyrjið ílangt brauðform mjög vel og bakið við 175°C í um 45 mínútur.