S’mores



Eftir að hafa búið í Bandaríkjunum er ekki möguleiki á því að þessi grill-eftirréttur fari framhjá nokkrum manni!

Bandaríkjamenn eru held ég jafn glaðir með þessa uppfinningu og brauð með hnetusmjöri og sultu. Þar sem ég er sælkeri af guðs náð finnst mér þessi blanda alls ekki af verri endanum og hér er einföld, örlítið útfærð uppskrift af þessari dásemd fyrir þá sem vilja slá í gegn í sumar, hvort sem um er að ræða í útilegunni eða heima við.

Uppskrift

  • Lu Digestive kex
  • MILKA súkkulaði með karamellu
  • Sykurpúðar

Smores

Aðferð

  1. Setjið 2 súkkulaðibita á hvert kex
  2. Klippið sykurpúðann í tvennt og setjið ofan á.
  3. Grillið á pönnu/álpakka á lágum hita í nokkrar mínútur þar til sykurpúðinn fær á sig gylltan hjúp.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Flokkar

0
    0
    Karfan þín
    Karfan er tómNetverslun