Grillaðir súkkulaði & karamellu bananarLíklega hafa flestir grillað súkkulaðifyllta banana á lífsleiðinni en mögulega með misgóðum árangri.

Þessi eftirréttur er sívinsæll hjá okkur fjölskyldunni en ég verð að viðurkenna að mér þótti þessi réttur ekki góður fyrr en ég fann „hina fullkomnu leið“ til að hita bananana. Mér finnst þeir ekki mega vera hitaðir of mikið því þá verða þeir mjög linir og slepjulegir. Þrátt fyrir að þetta séu engin stjarnvísindi þá ætla ég að deila með ykkur þeirri aðferð sem mér hefur þótt virka best.

Uppskrift (fyrir 4)

 • 4 bananar
 • 20+ bitar af MIKLA caramel súkkulaðistykki (amk 5 súkkulaðibitar af plötunni í hvern banana)
 • álpappír
 • Meðlæti: vanilluís, heit karamellusósa og heslihnetukurl (eða það sem hugurinn girnist)

Aðferð

 1. Takið um 30 cm örk af álpappír fyrir hvern banana. Gott er að krumpa hann og búa til nokkurs konar „stand/vasa“ fyrir bananann svo hann sitji hátt uppi á pappírnum en sé þó stöðugur (nokkrum cm frá grillinu).
 2. Mátið bananann til og takið svo af álpappírnum á meðan hann er skorinn og fylltur.
 3. Skerið báða endana af banananum og síðan rauf eftir honum endilöngum.
 4. Setjið amk 5 súkkulaðibita af súkkulaðiplötunni í hverja rauf.
 5. Grillið á fremur lágum hita í nokkrar mínútur (mér finnst best að stinga reglulega endanum á teskeið í súkkulaðið og um leið og það er orðið bráðið þá tek ég bananann af grillinu).
 6. Berið fram með vanilluís, heitri karamellusósu og heslihnetukurli.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Flokkar

0
  0
  Karfan þín
  Karfan er tómNetverslun