Rómantískt brúðkaup



Þótt ótrúlegt megi virðast þá fagna vinahjón okkar brátt eins árs brúðkaupsafmæli og ég ekki enn búin að setja inn myndir úr brúðkaupinu þeirra. Svona líður tíminn víst en vonandi munu þessar myndir aðstoða einhverja við brúðkaupsundirbúning á næstunni.

Þemað var rómantískt, bleikt, ferskjulitað, hvítt og brúnt og var þetta allt saman undursamlega fallegt hjá þeim hjónum.

Ragnheiður brúður er kökusnillingur með meiru og hjálpuðumst við að við undirbúning ásamt systur hennar, móður og frænku. Hér var dundað við sykurmassablómagerð, duftmálun og kökupinnadýfingar. Brúðurin sá sjálf um bakstur á bollakökum og svo skreytti ég þær fyrir hana. Við áttum góðar stundir í þessum undirbúningi og verður að segjast að margar hendur vinna létt verk.

1

Sykurmassablóm í vinnslu

2

Kökupinnar

Kökupinnarnir voru í boði með fordrykknum á meðan beðið var eftir brúðhjónunum úr myndatöku. Þeir voru blanda af vanilluköku, vanillukremi með smátt söxuðu Daim súkkulaði. Hér má finna uppskriftina nema að þessu sinni var skreytt með kökuskrauti og gum-paste blómum.

3

Bollakökur

Bollakökurnar voru súkkulaði með vanillu smjörkremi í mismunandi litum. Stóru bollakökurnar fengu rósamunstur á meðan litlu fengu blúndumunstur með sykurmassablómi og kökuskrauti.

7

Brúðarterturnar

Brúðarterturnar dundaði ég mér svo við að gera og festi blómin á á staðnum þar sem þau eru svo viðkvæm fyrir flutningum. Kakan var bland af brownie-botni með karamellubráð, karamellumús, rjóma og þunnum vanillubotnum og loks hjúpuð með sykurmassa og skreytt með gum-paste blómum. Ég gerði þessar þrjár kökur og eina stóra ferkantaða að auki til að allir myndu geta fengið sér köku að vild.

4

Veislusalurinn

Salurinn var undurfallegur og nostrað við hvert smáatriði. Mamma hennar Ragnheiðar var búin að hekla blúndur á margar kertakrukkur, nammi var sett í fallegar öskjur, nöfn gesta skrifuð á pappafiðrildi á hvert glas, húsbóndinn hafði bruggað sérstakan brúðkaupsbjór, tugir pom-poms prýddu loftin og svo mætti lengi telja. Held þetta sé lýsandi fyrir hana Ragnheiði vinkonu mína sem hugsar alltaf fyrir hverju einasta smáatriði og kom þetta æðislega vel út.

8

Brúðhjónin

Má til með að birta mynd af þessum yndislegu vinum þegar þau skáru fyrstu sneiðina af brúðartertunni sinni í maí í fyrra.

 

2 Replies to “Rómantískt brúðkaup”

  1. hæhæ! með hverju festir þú litlu kúlurnar á gum paste blómunum? mér var ráðlagt royal icing en mér finnst það svo ljótt :/

    1. Sæl Ásta
      Ég festi þær yfirleitt með smá vatnsdropa 🙂
      Í þessu tilfelli vorum við reyndar að gufa öll blómin (eftir að hafa litað þau með duft-litum) og þá dugði að setja kúlurnar strax á meðan blómin voru enn rök/blaut og flest festust þannig.
      Kv.Berglind

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Flokkar

0
    0
    Karfan þín
    Karfan er tómNetverslun