Gotterí og gersemar
Generic selectors
Exact matches only
Search in title
Search in content
Leit í bloggum
Leit á síðum
Leita eftir flokkum
Á grillið
Afmæli
Bakstur
Bollakökur
Brúðkaup
Eftirréttir
Ferming
Gotteri
Hollusta
Hrekkjavaka
Ís
Jól
Kökupinnar
Kökur
Matur
Námskeið
Páskar
Salöt, Sósur og Meðlæti
Smáréttir
Sumar
Tilefni
Uppskriftir
Veislur

Heimsins bestu vöfflurVið vorum í sumarbústað í Húsafelli í ágúst og ákvað ég að það væri löngu tímabært að prófa góða vöffluuppskrift. Á heimasíðunni Passion for baking fann ég uppskrift af „Norwegian waffles“ sem mér leist vel á og útfærði örlítið, bæði yfir í það sem ég hélt að kæmi enn betur út og til að aðlaga uppskriftina að tveimur svöngum fimm manna fjölskyldum.

Ég verð að segja að þetta voru bestu vöfflur sem ég hef smakkað! Ég held að galdurinn liggi annars vegar í „buttermilk“ og hins vegar í sigtun á hveiti því svona silkimjúkt deig hef ég ekki áður augum litið.

Heimsins bestu vöfflur

 • 5 egg
 • 225 gr sykur
 • 720 ml mjólk
 • 180 ml „buttermilk“
 • 2 tsk vanilludropar
 • 140 gr bráðið smjör
 • 570 gr hveiti
 • 1 tsk lyftiduft
 • 1 tsk salt
 1. Þeytið saman sykur og egg þar til létt og ljóst.
 2. Bætið því næst mjólk, „buttermilk“, vanilludropum og bræddu smjöri saman við. Til þess að útbúa buttermilk er mjólk hellt í skál og 1-2 tsk sítrónusafi settur saman við og látið standa í um 5 mínútur.
 3. Sigtið hveitið og blandið því ásamt lyftidufti og salti varlega saman við blönduna.
 4. Þetta voru alveg um 25+ vöfflur og dugði vel fyrir tvær stórar fjölskyldu

Aðrar spennandi færslur

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Fylgstu með á Facebook

Fylgstu með í tölvupósti


Nýlegar færslur

Vinsælar færslur