Dásamleg súkkulaðikaka með ganaché



ÁSTFANGIN…..af hrærivél!

Já krakkar mínir! Ég veit ekki hvar ég á að byrja…..EN ég var að fá NÝJA hrærivél og er alveg sjúk í hana!

Ég er ekki að grínast með það þegar ég segist vera ástfangin af henni. Þessi litur einn og sér gerir mig bara glaða, ég get svo svarið það að ég get varla hætt að horfa á hana! Ég var eins og lítill krakki á jólunum þegar ég tók hana upp úr kassanum og skipti þeirri eldri út fyrir þennan dásamlega fallega og bjarta bláa lit.

Ég átti hins vegar mjööööög erfitt með að velja mér lit, það voru svo margir fallegir. Ég var upphaflega ákveðin í því að fá mér þessa hrímhvítu með glæru skálinni….

….ræddi síðan við Ingu vinkonu mína og var að fá álit á litavali þar sem mér fundust nokkrir litir svo æðislega fallegir að auki við þessa hvítu. Þá sagði hún við mig að lífið væri einfaldlega of stutt fyrir hvíta hrærivél og ég ákvað á staðnum að taka hana á orðinu!

Ég fór því í Rafland og við tók  val á milli þessara véla og hamingjan hjálpi mér ekki var það auðvelt….

Kitchen aid

….eigandi þrjár stelpur kallaði þessi bleika strax á mig, svo búum við líka í bleika hverfinu í Mosó, hahahaha. Pistasíugræna og þessi gula eru líka svo undurfallegar. Eftir að hafa velt þessu fyrir mér í nokkra daga og skipt um skoðun oft á dag komst ég niður á það að fá mér þessa ísbláu og sé alls ekki eftir því.

Ég fann mig strax knúna til þess að baka eitthvað í stíl við vélina enda telst slíkt fullkomlega eðlilegt á þessu heimili og skellti ég í þessa fallegu súkkulaðiköku.

Kaka uppskrift

  • Betty Crocker Devils Food Cake mix
  • 4 egg
  • Olía og vatn samkvæmt leiðbeiningum á pakka
  • 3 msk bökunarkakó
  • 1 pk Royal súkkulaðibúðingur
  1. Hrærið saman eggjum, olíu og vatni.
  2. Bætið kökumixi og bökunarkakó saman við.
  3. Þegar búið er að hræra deigið vel og skafa niður á milli er búðingsduftinu hellt saman við í lokin og hrært létt.
  4. Ég notaðist við 3 x 6 tommu form en þau eru um 15 cm í þvermál og tók svo hvern botn í tvennt með kökuskera svo úr urðu 6 þynnri botnar.

Krem á milli botna

  • 125 gr smjör við stofuhita
  • 400 gr flórsykur
  • 2 tsk vanilludropar
  • 4 msk sýróp
  • 4 msk bökunarkakó
  1. Allt sett saman í hrærivélina og hrært þar til slétt og fellt, þá skipt niður á botnana, frekar þunnt lag á hvern því þetta eru jú fimm lög af kremi!

Krem utan á köku

  • 2 x Betty Crocker Vanilla frosting
  • ca 300 gr af flórsykri (finnið hvort það þurfi meira til að sprauta stjörnunum á)
  1. Blandið þessu saman og hjúpið kökuna alla með þunnu lagi af hvítu kremi og leyfið henni að standa aðeins til að fá á sig „harða“ skel.
  2. Takið smá krem til hliðar og litið í þeim litum sem þið viljið hafa, hér var ég með þrjá misdökka bláa liti.
  3. Smyrjið þá aftur hvítu kremi á hliðarnar og nú í meira magni en við hjúpun.
  4. Setjið smá af hverjum lit sem þið hafið valið hér og þar á kökuna og dragið svo með spaða til að litirnir blandist.
  5. Látið kökuna svo standa aftur á meðan þið útbúið Ganacé (uppskrift hér að neðan)
  6. Þegar Ganacé er komið á kökuna er gott að kæla hana smá stund og sprauta síðan smjörkremsmynstri á toppinn. Ég notaði nokkra misstóra stjörnustúta og smá kökuskraut en að sjálfsögðu má skreyta þetta hvernig sem er.

Ganacé

  • 100 gr smátt saxað suðusúkkulaði
  • 1/3 bolli rjómi
  1. Hitið rjómann að suðu og hellið yfir saxað súkkulaðið, látið standa í tvær mínútur.
  2. Hrærið þá saman með písk eða gaffli þar til vel blandað.
  3. Smyrjið yfir topp kökunnar og látið leka niður hliðarnar.

Þessi hlíf fylgdi einnig með sem hægt er að setja yfir skálina og hella hráefnum út í án þess allt fari út um allt, algjör snilld!

Ég gerði líka dásamlega fallegar bollakökur þar sem erfitt var að hemja sig í gleðinni og set inn uppskrift af þeim fljótlega!

Færsla þessi var unnin í samstarfi við Rafland og Kitchen Aid á Íslandi þar sem boðið er upp á mesta úrval af Kitchen Aid á Íslandi!

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Flokkar

0
    0
    Karfan þín
    Karfan er tómNetverslun