30 ára partýkakaElsku uppáhalds Heiða mín varð 30 ára í síðustu viku. Að sjálfsögðu bakaði ég afmælistertuna fyrir hana enda gerir hún allt fyrir mig! Það var bleikt, hvítt, brúnt og silfur þema svo ég reyndi að föndra eitthvað í þá átt og þetta varð útkoman.

Kakan sjálf er Betty Crocker Devils food cake mix eins og svo oft áður, með 1 auka eggi, 2 msk bökunarkakó og 1 pk Royal súkkulaðibúðingsdufti til viðbótar við það sem pakkinn óskar eftir. Á milli laga er síðan súkkulaðismjörkrem. Til þess að hjúpa kökuna notaði ég síðan Betty Crocker vanilla frosting (þykki aðeins með flórsykri) og litaði hluta bleikt og brúnt til að ná vatnslitaáferðinni. Á toppnum er síðan súkkulaði ganaché og að þessu sinni skreytti ég með Maltesers, Nóakroppi og misstórum sykurkúlum sem fengust í Allt í köku.

Fallega ljósbleika skiltið kom dásamlega vel út á kökunni og auðvitað voru það meistararnir hjá Hlutprent sem útbjuggu það fyrir mig eins og svo oft áður.

Ég stakk silfruðum sykurperlum allan hringinn til að tengja við silfurþemað og kom það skemmtilega út. Eina vandamálið fannst mér vera þar sem ganaché fór yfir kúlu því það var meira eins og loftbóla væri bakvið súkkulaðið en silfurperla en ég held nú reyndar enginn hafi spáð í það nema ég, haha.

Ef þú vilt læra að gera svona köku er næsta námskeið í nútímalegum kökuskreytingum sunnudaginn 7.október og örfá sæti laus sem stendur!

 

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Flokkar

0
    0
    Karfan þín
    Karfan er tómNetverslun