Kokteilboðútskriftarkaka

Þann 16.júní síðastliðinn útskrifaðist ég með MPM meistaragráðu frá Háskólanum í Reykjavík. Ég er mjög góð í því að halda veislur fyrir aðra en var varla að nenna því fyrir sjálfa mig. Ég ákvað hins vegar ef nú væri ekki tilefni til að skála þá hvenær! Úr varð dömu kokteilboð fyrir mínar nánustu og voru um 18 konur sem komu og fögnuðu þessum tímamótum með mér.

Dagskráin var ansi þétt þennan laugardaginn þar sem útskriftinni í HR var flýtt um 3 klukkustundir til þess að allir gætu verið komnir til sinna heima áður en fyrsti landsleikur Íslands í Rússlandi myndi hefjast! Ég var því búin að raða upp öllu heima og aðeins átti eftir að setja veitingarnar á sína staði og taka drykki úr kæli.

Ég pantaði sushi og snittur, útbjó ostabakka og risa eftirréttaturn og kokteilboðið var milli kl:17:00-20:00 þennan dag……já og svona eitthvað lengur fyrir hluta sem var alveg dásamlegt, bara við stelpurnar að sitja, borða og blaðra og hafa það kósý.

útskrift

Mig hefur lengi langað til að prófa að útbúa eftirréttarturn þar sem alls konar litlum bitum er blandað saman á nokkrum hæðum. Ég útbjó mini pavlour bæði kókos og karamellu, brownie bita, marengstoppa, súkkulaðimús, bollakökur og keypti frosnar makkarónur þar sem ég hafði ekki tíma til að baka slíkar.  Inn á milli setti ég síðan blóm og ber og á efstu hæðina kom ég fyrir lítilli útskriftarköku. Þetta heppnaðist ótrúlega vel og ég verð að segja að þetta er með því sniðugra sem ég hef gert, hver og einn getur valið að smakka allt eða aðeins hluta.

Útskriftarveisla

Er hann ekki dásamlegur!

Ég mun setja uppskriftir af hverju og einu fljótlega hingað inn svo endilega fylgist með!

Þessi framsetning gæti verið tilvalin fyrir brúðkaup, fermingu eða aðrar veislur, hægt er að leigja plexistandinn hér  og setja allt sem hugurinn girnist á hann.

Það passaði einstaklega vel að hafa sushi og hvítvín í svona dömuboði og pantaði ég bæði eldaða og hráa bita í bland hjá Tokyo Sushi og sótti í Glæsibæ á heimleið úr Hörpunni. Þeir voru svo góðir að ég náði meira að segja að plata mömmu sem aldrei hefur smakkað sushi til að smakka á þeim elduðu og hún kom aftur til að sækja sér fleiri bita, enda ekki furða…..mmmm

Þar sem tvær af gestunum eru barnshafandi passaði ég mig á því að hafa aðeins eldaða bita á einum stað og síðan blandaða bita annars staðar til að taka enga óþarfa áhættu. Ég færði bitana yfir af plastbökkunum á langt trébretti og einnig lyfti ég nokkrum bitum upp á lítinn kökudisk. Það er svo fallegt að raða þessum bitum upp á skemmtilegan hátt.

Mmmmm…..hægt er að panta veislubakka frá Tokyo Sushi hér.

Hér fyrir ofan sjáið þið blandaða bakkann. Einnig færði ég meðlætið yfir í litlar skálar og þetta sló algerlega í gegn.

Ég var með nokkra litla ostabakka hér og þar á veisluborðinu þar sem það er alltaf gott að narta í slíkt með og inn á milli smáréttanna.

Í fermingu dóttur minnar í fyrra pantaði ég kokteilsnittur hjá Smurbrauðsstofu Sylvíu og þær voru svo dásamlega góðar að ég hafði samband við hana Guðrúnu smurbrauðssnilling aftur. Ég pantaði 80 stk af þremur mismunandi tegundum og þær kláruðust allar, svo góðar voru þær!

Roastbeef snitturnar voru vinsælastar og fyrstar til að klárast!

Laxasnitturnar eru svo guðdómlega fallegar með þessari skreytingu.

Útskriftarveisla

Það er bara eitthvað við svona kokteilsnittur sem gerir veisluborðið einstaklega fágað og glæsilegt. Þessir fallegu svörtu standar sem Finnur vinur okkar smíðaði sjálfur fyrir fermingu dóttur sinnar eru auðvitað gordjöss og snitturnar sóma sér vel á þeim!

Í veislu sem þessari er nauðsynlegt að skála fyrir áfanganum! Ég lét því LOKSINS verða að því að fá mér Essence kampavínsglösin frá Iittala þrátt fyrir að hafa haldið ótal áramótapartý án þess að geta skálað í almennilegum glösum!

Habbý vinkona sá um að fylla á glösin og síðan röðuðum við þeim fallega upp.

Skál!

Ég er með algjört æði fyrir „Naked cakes“ þessa dagana og því var útskriftarkakan lítil þannig.

Ég útbjó litla gulrótarköku sem ég færði yfir á toppinn á plexistandinum og fallega skiltið á toppnum fékk ég hjá Hlutprent eins og svo oft áður.

Hér koma síðan nokkrar fleiri myndir af veisluborðinu………

Eftirréttaturninn var svo dásamlegur að erfitt var að hætta að mynda hann.

Mæli klárlega með þessu!

Fallegu snitturnar.

Girnilegi sushibakkinn!

Fallegi vasinn hennar Lukku vinkonu.

Til þess að auðvelda ykkur að áætla magn af veitingum fyrir 3 klukkustunda kokteilboð (þar sem nokkrar sátu lengur) þá koma hér smá ráðleggingar.

20 dömur – áætlað magn af veitingum

 • 80 kokteilsnittur
 • 130 sushibitar
 • Ostabakkar (4 ostar, kex, ávextir, hráskinka, salami, sultur, ólífur o.fl)
 • 90 litlir sætir bitar (súkkulaðimús, makkarónur, browniebitar, muffins, mini pavlour o.fl)
 • 4 hvítvínsflöskur
 • 3 rauðvínsflöskur
 • 3 freyðivínsflöskur (til að skála í)
 • 15 bjórdósir
 • 20 sódavatn og gosdósir í bland

One Reply to “Kokteilboð”

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Flokkar

0
  0
  Karfan þín
  Karfan er tómNetverslun