Léttir réttir fyrir veisluna⌑ Samstarf ⌑
Nicolas Vahé

Fermingar, útskriftir og brúðkaup eru framundan á þessu ári og að ýmsu að huga í undirbúningi. Flestir eru í kappi við tímann, margar ákvarðanir þarf að taka og allir vilja bjóða upp á eitthvað fallegt og gómsætt.

Ostabakki

Einföld og falleg lausn í veisluna eru ostabakkar, bruschettur og alls konar meðlæti sem hægt er að raða saman á ýmsan máta.

Djús í krús

Nicolas Vahé vörurnar frá Fakó eru hreint út sagt dásamlegar vörur sem hægt er að bera fram á ýmsan máta!

Fíkjusulta

Hér eru nokkrar skemmtilegar hugmyndir fyrir komandi veislu sem þið vonandi getið nýtt ykkur.

Brushettur með pestó

Bruschettur með tapenade, Dala brie, hráskinku og brómberi, uppskrift hér.

Ostar í veisluna

Heitur Gullostur með hunangi með valhnetum, brjálæðislega góður! Hitið ostinn við 180° í um 15 mínútur og hellið síðan vel af hunangi og hnetum yfir hann um leið og hann kemur úr ofninum. Berið fram með kexi eða snittubrauði.

Dala hringur með hindberja- og chilisultu…mmmmm!

Brushettur með brie

Brushettur með basil og parmesan pestó, brie, salami og basiliku, uppskrift hér.

Ostapinnar

Ostapinnar með ólífum, Óðalsosti, salami og brómberjum.

Smáréttir

Hver getur staðist svona dásemdar hlaðborð?

Verslunin Fakó er staðsett í Ármúla 7 en mun á næstu vikum flytja sig um set í stærra og betra húsnæði í Holtagörðum. Það sem ég hlakka til að kíkja í heimsókn til þeirra þangað! Þau bjóða upp á ýmis falleg vörumerki líkt og House Doctor (sem ég elska), Meraki og margt fleira, sjón er sögu ríkari!

Trébrettin, steinbrettin og drykkjarkrúsirnar sem þið sjáið á myndunum fást einnig í Fakó.

Ég hef alla tíð verið mikið fyrir drykkjarkrúsir og hef í mörgum veislum boðið upp á drykki í slíkum ílátum. Börnum finnst sérlega gaman að fá að skammta sér sjálf en að sjálfsögðu er hægt að nota krúsirnar fyrir hvaða drykki sem er.

Ávaxtasýrópið frá Nicolas Vahé hentar fullkomlega í svona drykk og er gott að blanda því í sódavatn og setja fullt af klökum.

Nicolas Vahé vörunar fást meðal annars í Fakó, Mosfellsbakarí, Hjá Jóa Fel, Salt verslun og víðar.

Tags:

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Flokkar

0
    0
    Karfan þín
    Karfan er tómNetverslun