Brakandi kjúklingasalat⌑ Samstarf ⌑
Kjúklingasalat

Eitt það besta sem stelpurnar mínar fá er kjúklingasalat. Við höfum ótal sinnum gert „Japanska kjúklingasalatið“ með núðlunum sem hefur verið birt í mismunandi útfærslum á hinum ýmsu miðlum. Sósan sem er hér á ferðinni er með svipuðu ívafi og það er alveg svakalega gott að hafa fullt af brakandi gómsætum hnetum og fræjum í svona salati.

Brakandi kjúklingasalat

Brakandi kjúklingasalat

Kjúklingur

 • 1 pk kjúklingalundir
 • 100 ml sweet chili sósa
 • 3 msk Til hamingju sesamfræ
 • Ólífuolía til steikingar
 • Salt, pipar og hvítlauksduft
 1. Steikið kjúklinginn í olíunni og kryddið til með salti, pipar og hvítlauksdufti.
 2. Hellið sweet chili sósunni út á þegar hann er tilbúinn og leyfið að malla í 2-3 mínútur og stráið sesamfræjunum yfir.
 3. Færið kjúklinginn yfir á disk/leggið pönnuna til hliðar á meðan sósa og salat er útbúið.

Sósa

 • 120 ml ólífuolía
 • 50 ml balsamikedik
 • 3 msk púðursykur
 • 2 msk soya sósa
 • 2 msk teryaki sósa
 1. Allt sett í pott, hitað að suðu og leyft að sjóða á meðalháum hita í 3-5 mínútur.
 2. Hræra vel í allan tímann og taka af hellunni þegar byrjar að þykkna.
 3. Leyfa að kólna aðeins í pottinum (hræra oft í á meðan svo hún skilji sig ekki).

Salat

 • 100 g Til hamingju kasjúhnetur
 • 100 g Til hamingju sólblómafræ
 • 50 g Til hamingju möndluflögur
 • 1 poki klettasalat
 • 3-4 lítil avókadó
 • Klasi af vínberjum
 • ¼ brokkolihaus
 • ½ rauðlaukur
 • Nokkrir kirsuberjatómatar
 1. Ristið á þurri pönnu kasjúhnetur, sólblómafræ og möndluflögur þar til brúnast.
 2. Skerið niður avókadó, vínber, brokkoli, lauk og tómata.
 3. Skellið öllum hráefnunum saman í skál og setjið vel af sósu yfir og blandið saman (gott er að setja um helminginn af sósunni og hafa hinn til hliðar fyrir þá sem vilja meira).
 4. Raðið að lokum kjúklingnum yfir salatið og berið fram.
Kjúklingasalat með kasjúhnetum

Það tekur enga stund að útbúa þetta salat og ég get lofað ykkur því að ungir sem aldnir munu elska þennan rétt!

Einfalt kjúklingasalat

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Flokkar

0
  0
  Karfan þín
  Karfan er tómNetverslun