Gotterí og gersemar
Generic selectors
Exact matches only
Search in title
Search in content
Leit í bloggum
Leit á síðum
Leita eftir flokkum
Á grillið
Afmæli
Bakstur
Bollakökur
Brúðkaup
Eftirréttir
Ferming
Gotteri
Hollusta
Hrekkjavaka
Ís
Jól
Kökupinnar
Kökur
Matur
Námskeið
Páskar
Salöt, Sósur og Meðlæti
Smáréttir
Sumar
Tilefni
Uppskriftir
Veislur

Nautapottréttur⌑ Kynning ⌑
Nautapottréttur

Þennan pottrétt hefur mamma mín búið til um árabil og ég man ég hreinlega elskaði þegar hann var í matinn. Ég hef oft útbúið þennan rétt fyrir mína fjölskyldu og loksins kom ég honum niður á blað til að fleiri geti notið hans.

Pottrétturinn hennar mömmu

Nautapottréttur

 • 600 g nautagúllas
 • 200 g tómatpúrra
 • 1 stk laukur
 • 1 stk rauð paprika
 • 5 gulrætur
 • 200 g rjómaostur frá Gott í matinn
 • 200 g matreiðslurjómi frá Gott í matinn
 • Salt, pipar, karrý, paprikukrydd, kraftur
Pottréttur með rjóma
 1. Saxið niður lauk, skerið gulrætur í sneiðar og papriku í strimla.
 2. Steikið laukinn á meðalhita upp úr olíu og karrý þar til hann mýkist, bætið þá gulrótum og papriku saman við, ögn meiri olíu og salti og pipar, færið yfir á disk.
 3. Léttsteikið þá gúllasið í olíu á sömu pönnu, nóg er að rétt brúna það á hliðunum því það mun fulleldast þegar pottrétturinn mallar.
 4. Bætið tómatpúrru á kjötið á pönnunni, rjómaosti og matreiðslurjóma og hrærið vel.
 5. Hellið þá grænmetinu saman við og kryddið réttinn til með salti, pipar, paprikudufti og krafti.
 6. Gott er að leyfa réttinum að malla í 30-60 mínútur og bera fram með hrísgrjónum.
Einfaldur pottréttur

Leave a Reply

Your e-mail address will not be published. Required fields are marked *

Nýlegar færslur

Vinsælar færslur

Fylgstu með á Instagram