Glútein- og mjólkurlaus lúxus BettyskúffaBetty Crocker gluten free

Lillý vinkona mín á dætur sem eru með glúteinóþol. Hún er auðvitað bekkjarfulltrúi í báðum árgöngum eins og ofvirkum konum sæmir og bakar kökur eins og vindurinn er bara asskoti góð í því!

Ég greip hana á ferðinni um daginn þegar hún sendi mér mynd af þessu listaverki sem var á leiðinni á bekkjarkvöld! Jább, það eru sumir sem leggja metnað í slíkt, eins og Lillý. Hún hélt fyrst ég væri að grínast en í myndatöku fékk ég kökuna og mesta snilldin hér er að þessi kaka er bæði glútein og mjólkurlaus!!! Það eru nefnilega margir krakkar í árganginum með glútein- eða mjólkuróþol (eins og líklega víðar) og er þetta því frábær lausn.

Kakan sjálf er 1 x Betty Crocker Devils Food Glutein Free Cake Mix, útbúin samkvæmt leiðbeiningum á pakka og hellt í ofnskúffu, íklædda bökunarpappír.

Kremið er síðan: 125gr smjörlíki (við stofuhita), 500gr flórsykur, 2 tsk vanilludropar, 2 msk sýróp og smá vatn ef það þykir of þykkt.

Glúteinlaus kaka

Síðan litaði hún kremið í mismunandi litum og skreytti bæði með rósamynstri, blúndumynstri, stjörnum og öðru skemmtilegu. Heyrst hefur að þetta sé flottasta og besta kaka sem hafi mætt á bekkjarkvöld í 1.bekk í Varmárskóla!

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Flokkar

0
    0
    Karfan þín
    Karfan er tómNetverslun