Eins og svo oft áður kemur Betty til bjargar. Ég vissi af gestum um daginn með stuttum fyrirvara og þá var tilvalið að skella í þessa skúffuköku, hún hreinlega bara klikkar aldrei og svo lék ég mér aðeins með kremið og það var dúndurgott.
Kakan
- Betty Crocker Devils Food Cake Mix + hráefni samkvæmt leiðbeiningum á pakka
- Auka egg
- 2 msk bökunarkakó
- 1 x karamellu Royal búðingur (duftið)
- Hrærið deigið samkvæmt leiðbeiningum á pakka og bætið strax auka eggi og bökunarkakó saman við.
- Þegar búið er að hræra deigið er búðingsduftinu bætt við í lokin og blandað létt saman. Bakað samkvæmt leiðbeiningum á pakka.
Kremið
- 1 poki Dumle karamellur
- 4 msk rjómi
- 80 gr brætt smjör
- 2 msk bökunarkakó
- 4 msk heitt vatn
- 500 gr flórsykur
- Dumle karamellur og rjómi hitað saman þar til bráðið, lagt til hliðar.
- Öll hráefni sett saman í hrærivélarskálina og blandað saman og karamellublöndunni að lokum hellt saman við, sykruðu hnetukurli stráð yfir.