Gotterí og gersemar
Generic selectors
Exact matches only
Search in title
Search in content
Leit í bloggum
Leit á síðum
Leita eftir flokkum
Á grillið
Afmæli
Bakstur
Bollakökur
Brúðkaup
Eftirréttir
Ferming
Gotteri
Hollusta
Hrekkjavaka
Ís
Jól
Kökupinnar
Kökur
Matur
Námskeið
Páskar
Salöt, Sósur og Meðlæti
Smáréttir
Sumar
Tilefni
Uppskriftir
Veislur

Marengsterta – Púðursykurmarengsinn hans pabbaÉg ætlaði ekki að trúa því að þessi uppskrift væri ekki komin hingað inn fyrr en ég var búin að leita fram og til baka hér á síðunni og í uppskriftasafninu mínu í tölvunni. Ég hef gefið þessa uppskrift í blöðum og hún farið víða og finnst mér magnað að hún hafi ekki ratað hingað inn!

Þetta er ofureinföld og ótrúlega góð marengsterta sem hann pabbi minn kenndi mér að útbúa. Ætli það sé ekki sökum þess að hann er duglegri að útbúa hana en ég að þessi uppskrift hefur ekki náð lengra en uppí munn og ofan í maga undanfarin ár. Þegar ég er að undirbúa veislur fer oft allt púðrið í flóknar kökuskreytingar og þá reddar pabbi alltaf einni marengstertu á veisluborðið.

Nú er hún þó komin inn fyrir ykkur að prófa. Í kvöld setti ég rjóma á milli á þessum botnum, góðan kökuhlemm yfir og inní ísskáp fram að 17.júní. Þá verður þessi elska dregin fram fyrir gesti og gangandi. Það er nóg að setja rjómann á milli sólahring áður en mér persónulega finnst hún alltaf best á öðrum eða jafnvel þriðja degi því þá er marengsinn búinn að mýkjast vel upp.

Það er því tilvalið að skella í botnana eftir vinnu á morgun og setja svo rjómann á milli eftir kvöldmat, þá eruð þið komin með dýrindis hnallþóru í tilefni dagsins þegar þjóðhátíðardagurinn sjálfur rennur upp!

Uppskrift

 • 4 eggjahvítur
 • 5 dl púðursykur
 • 600 ml rjómi
 • 100 gr suðusúkkulaði (saxað)

marengs

Aðferð

 1. Hitið ofninn 130°C
 2. Stífþeytið eggjahvítur og púðursykur.
 3. Teiknið hring (um 20cm í þvermál) á bökunarpappír og leggið pappírinn á sitthvora bökunarplötuna.
 4. Skiptið stífþeytta marengsnum á milli og jafnið út að línunni, takið svo gaffal og teiknið toppa á marengsinn.
 5. Bakið í um 60 mínútur, slökkvið á ofninum og leyfið botnunum að kólna með ofninum svo þeir falli síður.
 6. Takið um 30gr af suðusúkkulaðinu og bræðið. Hellið í lítinn poka og klippið smá gat á eitt hornið, rennið því næst fram og aftur um þann botn sem þið ætlið að hafa ofaná kökunni.
 7. Stífþeytið rjómann og blandið  restinni af söxuðu suðusúkkulaðinu varlega saman við.
 8. Smyrjið á milli botnanna og leyfið kökunni að stand í ísskáp í amk sólahring áður en hún er borin fram.

Tags:

2 Replies to “Marengsterta – Púðursykurmarengsinn hans pabba”

 1. Sæl..
  Þegar þu bakar à tveimum plötum i einu.. Ertu þà að nota blàstur? Er það ekki tilfellið hér?
  Kv.Sandra

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Fylgstu með á Facebook

Fylgstu með á Instagram

Fylgstu með í tölvupósti


Nýlegar færslur