Brauðbollur með haframjöli og kornum



Ég ákvað að prófa eitthvað nýtt í brauðbollugerð um daginn þó svo kúmenbollurnar standi alltaf fyrir sínu.

Ég skoðaði nokkrar erlendar uppskriftir, blandaði svo saman því sem mér leist vel á og þetta varð útkoman.

Uppskrift

  • 4,5 dl mjólk
  • 1pk þurrger
  • 1msk sykur
  • 1 lítil dós hrein Óskajógúrt (180gr)
  • 1dl blönduð korn (ég notaði blönduð korn, kúmen og sólkjarnafræ)
  • 1 ½ tsk salt
  • 70gr haframjöl
  • 300gr hveiti
  • 350gr speltmjöl

brauðbollurnar

Aðferð

  1. Ylið mjólkina og setjið sykurinn útí ásamt þurrgerinu, leyfið að standa í um 5 mínútur (varist að hita mjólkina of mikið þó)
  2. Blandið jógúrti saman við blönduna.
  3. Setjið þurrefnin útí og hnoðið með króknum á hrærivélinni eða í höndunum.
  4. Látið hefast undir rökum klút á volgum stað í um 1 klst.
  5. Rúllið deigingu upp í „pylsu“ og skiptið í 25-30 stk, penslið með eggi og stráið sesamfræjum yfir.
  6. Bakið við 190°C í um 15 mín eða þar til bollurnar fá á sig gylltan lit.
  7. Bestar eru bollurnar ylvolgar með smjöri og osti.

Tags:

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Flokkar

0
    0
    Karfan þín
    Karfan er tómNetverslun