Marmara bollakökur með OreokremiEitt kvöldið í vikunni langaði okkur mæðgur í eitthvað gómsætt og ákváðum að prófa nýjung með Betty Crocker kökumixi.

Við hrærðum saman bæði „Chocolate Fudge“ og „Vanilla“ kökumix og settum þau á víxl í bollakökuform, skreyttum síðan með „Betty Vanilla Frosting“ með Oreo kexi og rjómaosti.

Uppskrift

 • 1 pakki Betty Crocker Chocolate Fudge (hrært skv.leiðbeiningum á pakka)
 • 1 pakki Betty Crocker Vanilla Cake (hrært skv.leiðbeiningum á pakka)
 • 100gr hvítir súkkulaðidropar
 • 1 dós Betty Crocker Vanilla Frosting
 • 100gr rjómaostur (við stofuhita)
 • 1 pakki Oreo kex (14-16 kökur)
 • Smá flórsykur

marmara bollakökur

Aðferð bollakökur

 1. Byrjið á að hræra bæði kökumixin skv.leiðbeiningum á pakka í sitthvoru lagi.
 2. Setjið pappaform í bollakökumót (24 stk)
 3. Skiptið dökka deiginu fyrst jafnt á milli kökuformanna, stráið hvítum súkkulaðidropum þar yfir.
 4. Setjið því næst ljósa deigið ofaná og skiptið einnig jafnt niður í formin.
 5. Takið endann á teskeið/prjón og hrærið örlítið í hverju formi til að fá „swirl effect“ á hverja köku
 6. Bakið þar til prjónn kemur hreinn út (c.a 15 mínútur)

Aðferð krem

 1. Setjið Oreokexið í matvinnsluvél/blandara þar til það kurlast niður.
 2. Blandið Betty Crocker Vanilla Frosting saman við rjómaostinn á vægum hraða í hrærivélarskálinni.
 3. Þegar sú blanda er slétt og fín má blanda oreokexinu saman við og einnig smá flórsykri ef þið viljið þykkja kremið örlítið.

Þessar dömur gátu ekki beðið eftir því að kremið væri útbúið og skelltu sér út í góða veðrið með kvöldkaffið sitt.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Flokkar

0
  0
  Karfan þín
  Karfan er tómNetverslun