Hnetumolar



aIMG_7048

Hér eru á ferðinni poppandi góðir hnetumolar með súkkulaði….Mmmmm

Hnetumolar uppskrift

  • 80 gr Dry Roasted Macadamia Nuts frá Nutrisal
  • 140 gr Dry Roasted Cashew Nuts frá Nutrisal
  • 80 gr Dry Roasted Peanuts frá Nutrisal
  • 200 gr Polly súkkulaðikúlur
  • 50 gr Maxi popp
  • 400 gr suðusúkkulaði

  1. Saxið allar hnetur gróft niður.
  2. Skerið Polly súkkulaðikúlur til helminga.
  3. Myljið Maxi popp gróft með lófunum.
  4. Blandið öllu saman í stóra skál.
  5. Bræðið suðusúkkulaði og hellið yfir hnetublönduna og blandið vel saman.
  6. Klæðið kökuform (um 30 x 20 cm) með bökunarpappír og hellið hnetublöndunni þar í og þjappið vel.
  7. Kælið eða frystið þar til súkkulaðið harðnar og skerið/brjótið niður í smærri mola.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Flokkar

0
    0
    Karfan þín
    Karfan er tómNetverslun