Salthnetu eplabakaSalthnetu eplabaka uppskrift

 • 150 gr smjör við stofuhita
 • 150 gr hveiti
 • 100 gr púðursykur
 • 50 gr sykur
 • 3 stór epli (jonagold)
 • 80 gr súkkulaðirúsínur
 • 80 gr salthnetur
 • Kanelsykur eftir smekk

 1. Hitið ofninn 180°C
 2. Blandið saman smjöri, hveiti og báðum tegundum af sykri, leggið til hliðar.
 3. Afhýðið eplin og skerið í þunnar sneiðar, leggið til hliðar.
 4. Smyrjið eldfast bökuform og setjið um 2/3 af deiginu í botninn og þrýstið aðeins upp á kantana.
 5. Raðið helmingnum af eplunum ofan á, stráið kanelsykri yfir, því næst restinni af eplunum og aftur kanelsykri.
 6. Stráið síðan súkkulaðirúsínum, salthnetum og restinni af deiginu yfir toppinn og bakið í um 30 mínútur þar til gyllt.
 7. Berið fram með rjóma eða ís.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Flokkar

0
  0
  Karfan þín
  Karfan er tómNetverslun