Um daginn kom mamma með heimalagaða rabbabarasultu til okkar og það kallaði aðeins á eitt, HJÓNASÆLU og kjötbollur í brúnni!
Ég hef áður sett inn uppskriftina hennar ömmu af hjónabandssælu en átti enga jarðaberjasultu að þessu sinni svo ég prófaði að setja rifsgel í staðinn. Útkoman varð dásamleg og hér hafið þið uppskriftina til að njóta.
Hjónasæla með rifskeim uppskrift
- 240 gr mjúkt smjör
- 225 gr hveiti
- 90 gr sykur
- 65 gr púðursykur
- 2 tsk lyftiduft
- 200 gr haframjöl
- 5 msk rifsberjagel
- 6 msk rabbabarasulta
- Hrærið saman smjör, hveiti, sykur og púðursykur með K-inu
- Bætið haframjöli og lyftidufti saman við í lokin
- Setjið um 2/3 af deiginu í botninn á vel smurðu springformi (um 22cm í þvermál) og ýtið aðeins upp á kantana
- Blandið sultunum saman og smyrjið yfir botninn
- Myljið restina af deiginu yfir sultuna
- Bakið við 175°C í um 50 mínútur eða þar til kakan fer að gyllast
- Kælið, takið úr forminu og berið fram með þeyttum rjóma