Heit karamellu- og súkkulaði íssósa



Þar sem sumarið leikur við okkur þessa dagana er ekkert annað í stöðunni en borða nóg af ís og ekki verra að hafa þessu guðdómlegu heitu íssósu með honum!

Íssósa uppskrift

  • Ein rúlla af Center súkkulaðimolum
  • 100 gr Toblerone
  • 6 msk rjómi
  • Nóakropp og ískex

  1. Bræðið saman Center, Toblerone og rjóma þar til súkkulaðið leysist upp, kælið stutta stund.
  2. Setjið ís að eigin vali í skál, hellið ríkulega af sósu yfir ásamt því að bæta ískexi og Nóa kroppi við þessa dásamlegu blöndu.

Algjör óþarfi að fara í ísbúðina þegar hægt er að gera svona lúxus heima hjá sér!

Tags:

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Flokkar

0
    0
    Karfan þín
    Karfan er tómNetverslun