Ístertu – bananasplittÉg vissi ekki alveg hvað ég ætti að skíra þessa dásamlega einföldu ísbombu sem ég útbjó fyrir náttfatapartý hjá dóttur minni um síðustu helgi. Teddi vinnufélagi minn á allan heiðurinn af þessari hugmynd og get ég lofað ykkur því að þetta er eitt það sniðugasta sem þið eigið eftir að prófa þegar kemur að eftirrétti!

Þetta er í raun engin uppskrift, heldur frábær hugmynd. Ískubbum er raðað saman og ávextir, nammi, ískex og sósa sett yfir.

ískaka

  • Ég var með 2 x vanillu og 1 x jarðaberja „SKÝ“ ís, hann er ferkantaður í pappaumbúðum og er í raun hægt að nota hvaða slíkan ís sem um ræðir.
  • Ísnum raðaði ég þétt saman til að útbúa „ísköku“
  • Súkkulaði og jarðaberjasósu sprautaði ég yfir og því næst stráði ég eftirfarandi yfir kökuna og diskinn: Jarðaberjum, bláberjum, sneiddum banana, Hrís súkkulaði, kókosbollum, Mars súkkulaðibitum og ískexi. Að lokum setti ég aftur vel af sósu yfir allt.

Þar sem um sjö ára skottur var að ræða skreytti ég þetta aðeins til viðbótar með regnhlífum og glimmerpinnum. Þetta sló heldur betur í gegn og tók undir 15 mínútum að útbúa!

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Flokkar

0
    0
    Karfan þín
    Karfan er tómNetverslun