Nútímalegar kökuskreytingar – nýtt námskeiðÞessa köku gerði ég í byrjun júlí þegar tengdamamma mín varð sjötug. Ég hef nokkrum sinnum áður leikið mér með mislitt krem, hjúp sem lekur niður hliðarnar og frjálslegar skreytingar eins og þið getið séð hér á síðunni undir „Veisluhugmyndir og kökuskreytingar„.

Fyrir afmælið ákvað ég að nota tækifærið og útbúa prufuútfærslu fyrir nýja námskeiðið sem verður í boði í haust og kallast „Nútímalegar kökuskreytingar“ og úr varð þessi skemmtilega kaka. Þið getið fundið allar nánari upplýsingar um þau námskeið sem verða í boði í vetur undir „Námskeið í boði“ hér á síðunni.

Þessi kaka samanstendur af fimm þunnum kökubotnum með súkkulaðikremi á milli, mislitu smjörkremi á hliðunum og ganaché á toppnum. Skreytingarnar eru kökupinnaprik, súkkulaðihjúpur sem smurt var úr, leyft að storkna og brotinn í óreglulega bita, makkarónur, súkkulaðikossar og kökuskraut.

Það er ótrúlega skemmtilegt að leika sér með þessa skreytingaraðferð og hlakka ég til að fá að útbúa fleiri svona kökur á næstunni á komandi námskeiðum. Þetta er alls ekki eins flókið og það lítur út fyrir að vera og um að gera að leyfa sköpunargleðinni að njóta sín.

Dagsetningar verða auglýstar á næstunni svo fylgist vel með og munið að skrá ykkur á póstlistann á www.gotteri.is

Námskeiðið tekur um 4 klst og er tilvalin gæðastund fyrir vinnuhópa, saumaklúbba, mæðgur, feðgin eða hvern sem hefur áhuga á að dúllast í kökuskreytingum og föndri. Allir fara að lokum heim með fullskreytta og dásamlega köku til að deila með ættingjum og vinum.

Hér fyrir neðan eru myndir sem ég fann á netinu og geta gefið ykkur frekari hugmyndir hvort sem þið hyggist fara í tilraunastarfsemi heima fyrir eða skella ykkur á námskeið.

6 5 4 3 2 1

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Flokkar

0
    0
    Karfan þín
    Karfan er tómNetverslun