Um helgar er nánast undantekningarlaust ís á borðum á þessu heimili….já og kannski alveg oftar en um helgar 🙂
Heit sósa er dásamleg og er hægt að búa hana til úr ýmsu hráefni. Einfaldast er að bræða einhverja tegund af súkkulaði eða karamellum í bland við smá rjóma og gott að blanda saman einu og öðru í þeim efnum.
Hér er á ferðinni 5 mínútna karamellusósa sem allir á heimilinu féllu fyrir svo ég mæli með henni þessari!
Dumlel karamellusósa
- 1 ½ poki ljósar Dumle karamellur
- 1/2-1 dl rjómi (eftir því hversu þykka þið viljið sósuna)
Aðferð
- Bræðið saman við vægan hita þar til slétt og fellt.
- Kælið stutta stund og setjið síðan ríkulega af sósu yfir ísinn.
- Við áttum sykrað heslihnetukurl í skápnum og fór það einstaklega vel með þessu öllu saman.