Á dögunum gerði ég mína fyrstu tilraun með sykurristaðar möndlur. Ég fann mismunandi uppskriftir á netinu en flestar voru þannig að möndlurnar voru soðnar niður í heimalöguðu sýrópi þar til sykurinn fer að kristallast. Einnig er hægt að velta þeim upp úr blöndu og rista í ofni og ætla ég næst að prófa þá útfærslu og kanna hvort mér finnst betri.
Þessi aðferð er afar einföld og útkoman yndislega jólaleg og bragðgóð. Við fjölskyldan höfum staðið í möndluskálinni undanfarið og ég útbjó einnig jólalega vanillu ostaköku og saxaði þessar möndlur ofaná hana, lofa þeirri uppskrift einnig inn fyrir jól.
Sykurristaðar möndlur með kanilkeim
- Þrír bollar heilar möndlur frá Rapunzel með hýði
- 1,5 bolli vatn
- 1 ¼ bolli sykur
- ¼ bolli púðursykur
- 1 msk kanill
- ¼ msk negull
- ½ msk bökunarkakó
- Setjið sykur (báðar tegundir), kanil, negul og kakó á pönnu, blandið saman og hellið vatninu yfir.
- Hitið á meðalháum hita þar til fer að „bubbla“ og hellið þá möndlunum saman við.
- Hér þarf að hræra látlaust í 15-20 mínútur á meðalhita þar til sykurinn fer að kristallast og mynda góðan hjúp á möndlunum.
- Þegar það gerist þarf að halda áfram að hræra þar til allur vökvi gufar upp og möndlurnar „þurrkast upp“, síðan færa heitar möndlurnar yfir á bökunarpappír.
- Kæla í amk 30-60 mínútur.
One Reply to “Sykurristaðar möndlur með kanilkeim”