Súkkulaðikaka með súkkulaði- og heslihnetusmjörkremia012

Ég bauð upp á þessa dásemdarköku á kökuskreytingarnámskeiði hjá mér um daginn og var fyrir lifandis löngu búin að lofa henni hingað inn. Svo er bara merkilegt hvað tíminni líður en hér kemur hún loks!

Ég er með æði fyrir heslihnetusmjörinu frá Rapunzel þessa dagana svo þið megið eflaust búa við fleiri tilraunauppskriftum sem innihalda þetta dásamlega krukkugóðgæti!

Kaka

 • Betty Crocker Devils Food Cake Mix
 • 4 egg
 • 100 ml matarolía
 • 250 ml vatn
 • 40gr bökunarkakó
 • 1 pakki Royal súkkulaðibúðingur
 1. Blandið saman matarolíu, eggjum og vatni
 2. Bætið kökumixi ásamt bökunarkakó út í og hrærið vel saman.
 3. Setjið duftið úr Royal búðingnum samanvið í lokin og blandið létt saman.
 4. Smyrjið skúffukökuform og bakið í um 25-30 mínútur.

a004

Krem

 • 100gr smjör við stofuhita
 • 375gr flórsykur
 • 1 eggjahvíta
 • 2 tsk vanilludropar
 • 3 msk sýróp
 • 2 msk bökunarkakó
 • 4 msk súkkulaði- og heslihnetusmjör – Nusica
 • 2 msk heslinetusmjör frá Rapunzel
 1. Blandið öllu nema flórsykri og bökunarkakó vel saman.
 2. Setjið þurrefnin saman við í litlum skömmtum og blandið þar til slétt og fellt.
 3. Smyrjið yfir kökuna þegar hún hefur kólnað og fallegt er að strá heslihnetukurli yfir.

a005

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Flokkar

0
  0
  Karfan þín
  Karfan er tómNetverslun