Súkkulaði-heslihnetu sjeikVið fjölskyldan erum mikið fyrir ís, sjeik og alls kyns góðgæti sem inniheldur ís. Við erum dugleg að útbúa okkur slíkt góðgæti heima fyrir þó svo það sé að sjálfsögðu reglulega kíkt í ísbúðina.

Á dögunum útbjó ég þennan sjeik og ég verð að segja hann er algjörlega með þeim betri, fór að minnsta kosti beint á top 3 listann á þessu heimili!

Súkkulaði-heslihnetu sjeik

 • 800 ml vanilluís með súkkulaði (má líka bara vera vanillu)
 • 1 bolli mjólk
 • 2 msk heslihnetusmjör frá Rapunzel
 • ½ bolli heslihnetur
 • 4 msk Nusco súkkulaði- og heslihnetusmjör
 • Þeyttur rjómi

 1. Setjið heslihneturnar í blandarann og blandið þar til þær verða eins og mjöl.
 2. Setjið allt annað hráefni út í og þeytið saman.
 3. Hellið í glös og setjið vel af þeyttum rjóma ofan á.
 4. Uppskriftin dugar í 2 stór krukkuglös eins og myndin sýnir eða 4 minni glös.

 

Tags:

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Flokkar

0
  0
  Karfan þín
  Karfan er tómNetverslun